Hlutapróf 2 Flashcards
Flekarek
Flekarek er þegar 100km möttulstrókarnir færa flekana til (flekarek aðskilur heimsálfurnar)
Möttulstrókur
Uppstreymi möttulsefnis undir heitum reitum
Rekbelti
Þar sem flekaskil ganga í gegnum landið klofnar það og eldgos verða. Á þeim verður gliðnun á aflöngum reinum en þau eru líka gosbelti
Gosbelti
Eru svæði þar sem gýs. Eldvirkrin er einkum á aflöngum svæðum sem kölluð eru gosbelti. Gliðnunin er að meðaltali 2cm á ári
Jaðargosbelti (hliðargosbelti)
Á þeim verða eldgos en engin gliðnun.
Þrjú á Íslandi : Frá Torfajökli að Vestmannaeyjum, Á Snæfellsnesi, Við Öræfajökul ekki jafn stór og venjuleg gosbelti og með minni eldvirkni
Eldstöðvakerfi
Er aflangt kerfi sprungna. Oftast rís megineldstöð nálægt miðju kerfinu. Undir því er kvikuhólf. Taka kviku uppsprettuna djúpt í jörðu.
Sprungureinar
aflöng belti sem raða sér eftir skástígu kerfi um endilöngu gosbeltin
Megineldstöð
eru í miðju sprungureinum og virknin þar er mest
Kvikuhólf
- Eldstöðvar fá kviku beint úr kvikuhólfi
- Kvikuhólf getur valdið því að jarðskorpan fyrir ofan það brotni og þyrpingar af gossprungum og misgengjum myndast
sprungusveimar.
Kvikuhólf er 1200°c
myndast undir megineldstöðvum með tímanum
Gjóska
Samheiti yfir gosefni sem þeytast upp í loftið í eldgosum, mynda gjóskugíga og sprengigíga.
Basísk, ísúr og súr kvika (grár kassi bls. 145)
Basísk= Kvika sem stígur upp úr kvikuuppsprettu er með tiltöluega lágt hlutfall kísiltvíoxíðs (SiO2) eða minna en 52% og kallast slík kvika basísk.
Ef kvikan dvelur í eitthvern tíma í kvikuhólfinu breytist hún í ísúra og svo súra
Súr Kvika = Þegar hlutfallið er komið upp fyrir 65% kallast kvikan súr.
Afleiðingar og hættur eldgosa
Helstu afleiðingar eldgosa eru öskufall, öskuskriður og hraunflóð einnig er hægt að telja jarðskjálfta með.
Þróun megineldstöðva
Fyrst verður gos á sprungum. Eldvirkni verður mest í miðju eldstöðvarkerfinu þar sem megineldstöð myndast. Þar undir myndast kvikuhólf. Í hólfið safnast kvika sem brýtur sér leið upp á yfirborðið með tímanum. Getur leitt til þess að land yfir kvikuhólfi fellur niður og myndar svokallaða öskju.
Dyngjur
Ef flæðigosið stendur í langan tíma myndast stórir hraunskyldir sem hafa eldborg í hvirfli. Fjalið samanstendur af þunnum basalthraunum.
Hawaiísk gos
Flæðigos
Hraun
Kvikustrókar
Lítil sprengivirkni
Gosmökkur getur náð mikilli hæð
Lítil gjóska
Basísk kvika
Gosefni: helluhraun, klumprahraun
Eldstöðvar eftir gos: gígaraðir, eldborgir eða dyngjur
Helluhraun
Heit (1100-1200°C), þunnfljótandi, gaslítil og basísk kvika myndar helluhraun.
Hraunið rennur undir sléttri storknaðri skorpu sem er á stöðugri hreyfingu og haugast upp í hraunhryggi eða slitnar í sundur og skilur eftir hraunbolla.
Strombólsk gos
Sprengigos
Blandgos (hraun og sprengivirkni)
Gjóska
Kvikan er basísk eða ísúr
Hægt kvikuuppstreymi
Gosmökkur nær ekki mikilli hæð
Gosefni: apalhraun
Eldstöðvar eftir gos: kleprar og gjallgígur
Apalhraun
Þegar apalhraun rennur er kvikan kaldari (1000-1100°C), gasríkari og oftast súrari en þegar helluhraun rennur.
Á yfirborði apalhrauna eru haugar af gjalli sem berast fram á glóandi kjarna. Á hraunjaðrinum fellur gjallið fram af hraun-brúninni og lendir síðan undir hraunkjarnanum