Hlutapróf 2 Flashcards
Flekarek
Flekarek er þegar 100km möttulstrókarnir færa flekana til (flekarek aðskilur heimsálfurnar)
Möttulstrókur
Uppstreymi möttulsefnis undir heitum reitum
Rekbelti
Þar sem flekaskil ganga í gegnum landið klofnar það og eldgos verða. Á þeim verður gliðnun á aflöngum reinum en þau eru líka gosbelti
Gosbelti
Eru svæði þar sem gýs. Eldvirkrin er einkum á aflöngum svæðum sem kölluð eru gosbelti. Gliðnunin er að meðaltali 2cm á ári
Jaðargosbelti (hliðargosbelti)
Á þeim verða eldgos en engin gliðnun.
Þrjú á Íslandi : Frá Torfajökli að Vestmannaeyjum, Á Snæfellsnesi, Við Öræfajökul ekki jafn stór og venjuleg gosbelti og með minni eldvirkni
Eldstöðvakerfi
Er aflangt kerfi sprungna. Oftast rís megineldstöð nálægt miðju kerfinu. Undir því er kvikuhólf. Taka kviku uppsprettuna djúpt í jörðu.
Sprungureinar
aflöng belti sem raða sér eftir skástígu kerfi um endilöngu gosbeltin
Megineldstöð
eru í miðju sprungureinum og virknin þar er mest
Kvikuhólf
- Eldstöðvar fá kviku beint úr kvikuhólfi
- Kvikuhólf getur valdið því að jarðskorpan fyrir ofan það brotni og þyrpingar af gossprungum og misgengjum myndast
sprungusveimar.
Kvikuhólf er 1200°c
myndast undir megineldstöðvum með tímanum
Gjóska
Samheiti yfir gosefni sem þeytast upp í loftið í eldgosum, mynda gjóskugíga og sprengigíga.
Basísk, ísúr og súr kvika (grár kassi bls. 145)
Basísk= Kvika sem stígur upp úr kvikuuppsprettu er með tiltöluega lágt hlutfall kísiltvíoxíðs (SiO2) eða minna en 52% og kallast slík kvika basísk.
Ef kvikan dvelur í eitthvern tíma í kvikuhólfinu breytist hún í ísúra og svo súra
Súr Kvika = Þegar hlutfallið er komið upp fyrir 65% kallast kvikan súr.
Afleiðingar og hættur eldgosa
Helstu afleiðingar eldgosa eru öskufall, öskuskriður og hraunflóð einnig er hægt að telja jarðskjálfta með.
Þróun megineldstöðva
Fyrst verður gos á sprungum. Eldvirkni verður mest í miðju eldstöðvarkerfinu þar sem megineldstöð myndast. Þar undir myndast kvikuhólf. Í hólfið safnast kvika sem brýtur sér leið upp á yfirborðið með tímanum. Getur leitt til þess að land yfir kvikuhólfi fellur niður og myndar svokallaða öskju.
Dyngjur
Ef flæðigosið stendur í langan tíma myndast stórir hraunskyldir sem hafa eldborg í hvirfli. Fjalið samanstendur af þunnum basalthraunum.
Hawaiísk gos
Flæðigos
Hraun
Kvikustrókar
Lítil sprengivirkni
Gosmökkur getur náð mikilli hæð
Lítil gjóska
Basísk kvika
Gosefni: helluhraun, klumprahraun
Eldstöðvar eftir gos: gígaraðir, eldborgir eða dyngjur
Helluhraun
Heit (1100-1200°C), þunnfljótandi, gaslítil og basísk kvika myndar helluhraun.
Hraunið rennur undir sléttri storknaðri skorpu sem er á stöðugri hreyfingu og haugast upp í hraunhryggi eða slitnar í sundur og skilur eftir hraunbolla.
Strombólsk gos
Sprengigos
Blandgos (hraun og sprengivirkni)
Gjóska
Kvikan er basísk eða ísúr
Hægt kvikuuppstreymi
Gosmökkur nær ekki mikilli hæð
Gosefni: apalhraun
Eldstöðvar eftir gos: kleprar og gjallgígur
Apalhraun
Þegar apalhraun rennur er kvikan kaldari (1000-1100°C), gasríkari og oftast súrari en þegar helluhraun rennur.
Á yfirborði apalhrauna eru haugar af gjalli sem berast fram á glóandi kjarna. Á hraunjaðrinum fellur gjallið fram af hraun-brúninni og lendir síðan undir hraunkjarnanum
Surtseysk gos
Sprengigos
Sprengivirkni
Súr eða basísk kvika
Gosmökkur efnisríkur í 10-20 km hæð
Gosefni: aska og hraunkúlur
Eldstöðvar eftir gos: gjóskugígur
Vulkönsk gos
Þeytigos
Blandgos
Kröftugar sprengingar
Ísúr kvika
Hraunstöpull myndast í gígrásinni
Gosmökkur allt að 20 km hæð
Gjóskuflóð
Gosefni: hraunkúlur, aska, vikur
Eldstöðvar eftir gos: sprengigígur
Plinísk gos
Þeyti gos
Öflugustu sprengigosin
Ísúr kvika eða súr
Gosmökkur í 25-25 km hæð
Áhrif á loftslag og veðurfar
Gosefni: gosgufur, aska og vikur
Eldstiðvar eftir gos: eldkeila og askja
Gjóskuflóð
Verða þegar öflug sprengigos eiga sér stað og gosmökkur nær ekki að draga til sín nægilega mikið loft, uppdrifshluti myndast ekki og mökurinn hrynur.
Gusthlaup
Gusthlaup myndast í sprengigosum þar sem súr og seig kvika kemur upp, þegar að gosmökkurinn fellyr að hluta og heit gjóska æðir niður hlíðar eldfjallsins og eyðiröllu sem fyrir verður
Gos undir jökli og í sjó
bræðir geil í jöklinum og vatn umlykur eldstöðina, vatnsdýpið minnkar og myndar þeytigos. Askan harðnar hratt, askan verður að móbergi. Ef gosið nær úr vatninu breytist það í flæðigos, lítil dyngja myndast.
Afleiðingar eldgosa
hafa mis mikil áhrif, geta verið mjög hættuleg og smávægileg. t.d. eru skaftárelda gosið eitt af því grimmasta hér á Íslandi
Hættumestu eldgosin
eru gos undir jöklum útaf jökulhlaupum og öskufalls
Gjóska
Samheiti yfir gosefni sem þeytast upp í loftið í eldgosum.
Hvað veldur jarðskjálfta?
eldgos, skjálftar á flekamörkum útaf berg lætur undan þrýstingi flekareksins og brotnar eða hrekkur til á brotalínum.
Brotalína
Er oftast ein afmörkuð sprunga niðri í berggrunninum en hún getur verið óregluleg, slitrótt og margföld á yfirborði.
Skjálftaupptök
sá staður þar sem orka losnar fyrst þegar jarðskjálfti verður
Skjálftamiðja
er á yfirborði jarðar beint fyrir ofan skjálftaupptökum
Rúmbylgjur
P-bylgjur og S-bylgjur
P-bylgjur
ferðast hraðast. Berast bæði í gegnum fast og fljótandi efni þær fara hraðast og mælast fyrstar
S-bylgjur
Ferðast hægar og mælast því á eftir p-bylgjum í jarðskjálftum.
fara hægar en p-bylgjur og koma á eftir þeim
Yfirborðsbylgjur
Skiptast í R og L bylgjur, valda mestu tjóni í jarðskjálftum
Rayleigh-bylgjur
Yfirborðsbylgja, hringsveiflur
Love-bylgjur
Sveifla þvert á útbreiðslu í láréttum fleti
Sniðgeng flekamörk
Þar sem flekar nuddast saman á hliðunum. Jarðskjálftar sem geta verið stórir. T.d. San Andreas misgengið á vesturströnd. Flekarnir vaxa hvorki né minnka. Sniðgeng flekamörk eru ein af einkennum miðhafshryggja.
Misgengi
sprunga í jarðskorpunni þar sem hreyfing á bergi hefur átt sér stað.
Siggengi
myndast þegar skorpan öðru megin hnikast niður miðað við hina hliðina.
Sigdalur
landslag milli tveggja siggengja
Stærð skjálfta
Stærð skjálfta má meta út frá skjálftalínuritum, en stærðin er mælikvarði á orkuna sem losnar í skjálftanum.
Richterkvarði
.
Stærðin er miðuð við kvarða sem nær frá 0-9 og er skilgreind sem logri af útslagi mælis sem er í 100km fjarlægð frá upptökum
Skjálftavægisstærð
þegar um er að ræða stóra skjálfta þegar aðrir stærðarkvarðar mettast. Stærð er þá fundin út frá skjálftavæginu
Mercallikvarði
Notað rómverskar tölur fyrir styrkleikastig I til XIII (1-12) til að blanda honum ekki saman við Richterskvarðann.
Staðsetning jarðskjálfta
Jarðskjálftabylgjur gefa upplýsingar um staðsetningu jarðskjálfta. Út frá mismun á komutíma P og S bylgna í jarðskjálftamæli má reikna út fjarlægð frá skjálftaupptökum að jarðskjálftamæli.
Afleiðingar jarðskjálfta
Stærri skjálftar hafa áhrif á stórum svæðum en litlir hafa áhrif á takmörkuðum svæðum.