Hlutapróf 1 Flashcards
Tölfræði er oft skipt niður í tvennt..
Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði
Lýsandi tölfræði
lýsa sem best úrtakinu. Til þess telst lýsistærðir, meðaltal, miðgildi, staðalfrávikm, myndrænan hátt
Ályktunartölfræði
snýst um allt þýðið. Notað er bara slembiúrtök.
3 sem telst til tilraunahögunar
úrtakshögun, blindun og endurtekningar.
Hvað eru flokkabreytur?
þær segja til um hvaða flokki viðfangsefnið tilheyrir, ekki mælt tölulega. t.d kyn, hæsta prófgráða, póstnúmer lögheimilis, hvort einstaklingur sé reyklaus eða ekki
Röðuð flokkabreyta
Þegar flokkunum er raðað í stærðarröð.
Óröðuð flokkabreyta, dæmi
Kyn. Hárlitur.
Hvað eru talnabreytur? Hvað skiptast þær í?
taka töluleg gildi sem hægt er að mæla. Þær skiptast í samfelldar og strjálar, ég hata samfelldar.
Dæmi um samfelldar breytur.
talnabreyta sem getur tekið gildi sem er á einhverju bili. Hárlengd, þyngd, líftími, hitastig.
Dæmi um strjálar breytur.
Fjöldi eggja í hreiðri, fjöldi íbúa á heimili,m gildi sem kemur í teningakasti.
Svarbreyta og skýrirbreyta. Hvor hefur áhrif? Dæmi
Skýrirbreyta hefur áhrif á svarbreytu. Áhrif lakkríss á blóðþrýsting, lakkrís er skýri og blóðþrýstingurinn er svarbreytan.
Bjagi getur átt tvenns konar orsakir:
- Úrtaksbjagi
- Rannsakandabjagi og lyfleysuáhrif
Þrjár gerðir af slembiúrtaki:
Einfalt slembiúrtak,
Lagskipt slembiúrtak,
Parað slembiúrtak
Einfalt slembiúrtak er bara einfalt random slembiúrtak. Parað slembiúrtak er þegar viðfangsefnin í þýðinu eru pöruð saman tvö og tvö einhver fjöldi para valinn af handahófi í úrtakið. Hvað er þá lagskipt slembiúrtak?
Lagskipt slembiúrtaki er þegar þýðinu er fyrst skipt niður í nokkur lög/ hópa og síðan eru viðfangsefni valin með einföldu slembiúrtaki úr hverju lagi fyrir sig. Dæmi: t.d 20 karlmenn af handahófi og 20 konur af handahófi og bera saman orkuneyslu og hreyfingu hjá þeim hóp.
Sjálfboðaliðaúrtök og aðgengisúrtök eru dæmi um..?
Úrtaksbjaga, því það er bjagi á val á úrtakinu.
Rannsakandabjagi er þegar…
..Væntingar rannsakanda um áhrif inngrips hafa áhrif á mælingarnar á viðfangsefnum. beint eða óbeint vegu..
Einblindar rannsóknir og tvíblinda rannsóknir eru gerðar til að reyna að koma í veg fyrir rannsakandabjaga og lyfleysuáhrif. Útskýrðu hvert og eitt fyrir sig.
Einblindar rannsóknir: Þá vita annað hvort viðfangsefnin eða rannsakandinn ekki hvaða inngripi er beitt. (einn er blindur).
Tvíblindar rannsóknir: Þá vita hvorki viðfangsefni né rannsakandi. (báðir eru blindir)