Heimilið sem vettvangur heilbrigðisþjónustu Flashcards
Í hverju felst heimahjúkrun?
Heimahjúkrun er hjúkrunarþjónusta við einstaklinga og fjölskyldur sem veitt er á heimilum þeirra með það merkmið að efla vellíðan, aðstoða einstaklinginn við adl, lina þjáningu, fyribyggja heilbrigðisvandamál og efla heilbrigði.
Á hverju byggist heimahjúkrun?
Hún byggir á samhæfingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem notandi nýtur. Samstarf við aðstandendur og stuðning við þá í umönnunarhlutverkinu er oft stór þáttur í heimahjúkrun. Hún krefst víðtækrar þekkingar á mikilvægi heimilisins fyrir vellíðan, grunnþörfum mannsins, langvinnum heilsufarsvandamálum, möguleikum tæknistuddra lausna, skipulagi þjónustunnar og stuðningsúrræðum, boðleiðum (m.a. rafrænum samskiptum) og samvinnu starfstétta. Þverfaglegt samstarf er lykill að árangursríkri heimahjúkrun.
Talað er um greinina the home healthcare nurse þar sem er talað um eiginleika sem lýsa því hvernig heimahjúkrun er ss frá sjónarhorni hjúkrunarfræðings, hvað þarf að vera til staðar hjá hjúkrunarfræðingum í heimahjúkrun skv þessari grein?
- Sjálfstæði
- Sveigjanleiki
- Persónumiðuð, heildræn þjónusta, að sjá ákveðin einstakling eins og hann er og hans aðstæður
- Skipulagning og samhæfing þjónustu, mjög stór hluti af starfi hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun. Eins og teymissjórar þeir vinna með bæði eigin teymi (hjú og sjú) og líka í samvinnu við fjölmarga aðra aðila
- Trú á eigin getu til að leysa mál
Hver er saga heimahjúkrunar
- Heimahjúkrun þróaðist á síðari hluta nítjándu aldar og var víða öflug í byrjun tuttugustu aldar – áhrif frá Florence Nightingale og Lillian Wald í New York.
- Beindist að þeim sem stóðu höllum fæti –innflytjendum og fátæku fólki.
- svo alla 20 öldina dróg úr heimahjúkrun og fólk sett á stofnanir, svo undir lok 20 aldar þá var fattað að þetta er ekkert það sniðugt og fór afstað þessi breyting.
- Er líða tekur á tuttugustu og fyrstu öld beinist athyglin aftur að mikilvægi heimilisins sem vettvangi heilbrigðisþjónustu.
Hvernig hefur uppbygging heimahjúkrunar á Íslandi verið?
- Rekja má upphaf heimahjúkrunar til fyrstu ára tuttugustu aldar – stofnanaþjónusta var þá frekar fátíð. Hjúkrunarfélagið Líkn skipulagði heimahjúkrun frá árinu 1915.
- Um miðja öldina hófst uppbygging velferðarríkisins og heimahjúkrun varð hluti af opinberu heilsuverndarstarfi – þróaðist þó lítið og áherslan var á stofnanaþjónustu – allt fram á áttunda áratug síðustu aldar (þá 1971-1980)
- Áherslan hefur aftur færst til heimilanna – „Að eldast heima“ (aging in place) útbreidd stefna stjórnvalda
Hverjir njóta heimahjúkrunar?
- Einstaklingar sem þarfnast aðstoðar eða leiðbeiningar vegan heilsufarserfiðleika, minnkaðrar getu, færni eða ónógrar þekkingar. Margir búa við langvinna sjúkdóma eða hrumleika
- Eru á öllum aldri og kyni, þó fullorðið folk sé í meirihluta.
Hver er stefna stjórnvalda á versturlöndum varðandi heimahjúkrun?
- Leitast við að bregðast við breyttri aldurssamsetningu (færri vinnandi hendur og fleiri sem þarfnast aðstoðar). Samhliða breyttri aldurssamsetningu þá verða fleiri langvinnir sjúkdómar, ekkert endilega hægt að meðhöndla en þarf að sjá um Leiðirnar sem þau hafa er að fólk verður að vera eins lengi heima, fara á göngudeildir og þannig en vera áfram heima!
- Heilbrigðisþjónustan mun í auknum mæli fara fram á heimilum fólks og göngudeildum.
- Áhersla á virka öldrun (active aging) sjálfsumönnun, persónumiðaða umönnun og þátttöku sjúklinga í ákvarðanatöku ásamt aðstoð frá ættingjum. Vera alltaf að hreyfa sig, virkja sig, endalaus endurhæfing !
- Störf í heimaþjónustu hafa orðið flóknari og krefjast í æ ríkara mæli sérhæfðrar þekkingar.
- Hagræðing og sjúklingsmiðun eru lausnarorðin.
Það er ný Íslensk heilbrigðisstefna til ársins 2030, hvað er í henni?
- Miðar að því að skapa heildstætt heilbrigðiskerfi fyrir alla landsmenn sem tryggir samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni.
- Heilbrigðisþjónustan verði skilgreind sem fyrsta stigs þjónusta (heilsugæslan), annarsstigs þjónusta (sérfræðiþjónusta utan háskólasjúkrahúss) og þriðja stigs þjónusta (þjónusta veitt á háskólasjúkrahúsi eða í nánu samstarfi við það).
- Áhersla á þverfaglega, heildræna nálgun heilbrigðsstarfsmanna.
- Hvatt til að þeir sem njóta þjónustunnar geti verið virkir, hafi aðgang að upplýsingum, allar heilsufarsupplýsingar á einum stað og aðgengilegar.
- Landsmenn hafi tæknilega möguleika á heimili sínu til þess að komast í samband við heilbrigðisþjónustu óháð búsetu (velferðartækni)
Hvernig geta hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun lagt af mörkum til að ofangreind stefna nái fram að ganga?
- Hjúkrunarfræðingar hafa tamið sér persónumiðaða nálgun, að þjónustan taki mið af óskum og þörfum einstklingsins.
- Í auknum mæli er lögð áhersla á virkni og að efla sjálfstætt líf – endurhæfing. Ekki neyða folk í að gera hluti sem þau eru ekki tilbúin að gera, en reyna að fá folk til að vilja gera hlutina, hafa áhuga að gera hlutina
-Hjúkrunarfræðingar vinna með fjölmörgum formlegum (heimilislæknum, sérfræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfurum, félagsþjónustu og hjúkrunarteymi) og óformlegum aðilum (fjölskylda, vinir, sjálfboðaliðar) að því að efla vellíðan - Heimahjúkrun er bæði fyrsta stigs og þriðja stigs þjónusta – tekist á við flókin heilsufarsvandamál, marga sjúkdóma, flókna lyfjagjöf og viðkvæma stöðu
- Aðgangur að upplýsingum er yfirleitt á stafrænan hátt – Heilsuvera lykilatriði
- Notkun tækni eykst stöðugt. Þurfum að vera vel að sér í tæknimálum
Hvernig stendur Ísland í samanburði við nágrannalöndin hvað varðar heimahjúkrun?
- Víða erlendis hefur verið meiri krafa um hagræðingu og sparnað. Strangar reglur gilda um þá þjónustu sem veita má og lögð er áhersla á þátttöku aðstandenda. Þjónusta er einnig háð tekjum. Hér er öll heilbrigðisþjónusta ókeypis og óháð tekjum, en í mörgum tilvikum er félagsþjónustan gjaldskyld og tekjutengd t.d. þeir sem eiga minna borga minna. Engar reglur gilda um aðstandendur. Eins og canarnir þeir leggja mikla áherslu á að allir séu við sama borð og það eru skýrar reglur ef þú ert með þetta þá máttu þetta o.s.fv. en hér er meira sveigjanlegt og hjúkrunarfræðingar geta lagt mat á stöðuna og auðvitað getur það boðið upp á mismun þar sem sumir eru bara betri en aðrir að tala sig inn á fólk og fá þá meiri þjónustu (gæti verið að breytast núna).
- Almennt er talið að aðstandendur veiti stærstan hluta þeirrar aðstoðar sem fólk þarfnast (80-90%). Lítið er vitað um þessa skiptingu hér, en þó eru vísbendingar um að þátttaka sé mikil.
- Stofnanavistun hefur verið hlutfallslega algengari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar – hefur þó breyst á liðnum árum. Eldra fólk fór snemma inn á stofnun
- Íslendingar eru ung þjóð semsagt hlutfall eldra fólks er ennþá lágt á Íslandi. Hlutfall eldra fólks hærra því færri eru til að vinna vinnuna. Erum komin svo stutt í það að takast á við þessa breytu aldursamsetningu.
- Fjölskylduaðstæður hér að mörgu leyti ólíkar því sem gerist erlendis (langur vinnudagur, há atvinnuþátttaka kvenna og eftirlaunaaldur hár). Getur því verið mikið álaga á aðstandendum. Þurfum að muna þetta þegar við erum að skipuleggja hvaða þjónustu einstaklingur þarf
Víða erlendis er byggt á blönduðu rekstrarformi. Þjónustan er boðin út og einkafyrirtæki keppa um að taka ákveðna þjónustuþætti að sér
Hvað er það sem skiptir aðal máli þegar talað er um hvernig fyrirkomulag þjónustu er fyrir langveikra og eldri borgara sem búa heima?
- Áhersla lögð á að koma í veg fyrir innlögn á heilbrigðisstofnanir með því að fylgjast náið með ástandi (monitoring) og bregðast við öllum breytingum á ástandi eins fljótt og unnt er
- Felur í sér mikla notkun á tækni til samskipta, við símat, til að auðvelda meðferð og tryggja öryggi
- Klínískar leiðbeiningar um heimaþjónustu
Hvernig er skilgreiningin fyrir orðið Rými (Space)?
Rými vísar til hlutlægra eiginleika þeirra aðstæðna sem móta heimili fólks, þetta er svona meira snertilegt
Hver er skilgreiningin á orðinu Staður (place)?
Staður (Place) vísar til skilnings okkar á aðstæðum, þeirrar merkingar sem þær hafa, sögu og tilfinninga sem tengjast þeim. Þetta er eitthvað sem fólk tengir við, hefur merkingu.
Hvernig er skilgreiningin fyrir orðið að dvelja heima – eiga heima (Dwelling)
Að dvelja heima – eiga heima (Dwelling) er hugtak sem er í auknum mæli notað og vísar til þess að líða vel heima. Að vera tengdur heimilinu sínu, að heimilið sé partur af okkur
Lykilhugtök eru einkalíf (privacy), öryggi (safety) og sjálfsskilningur (identity) eru mikilvæg, hvað er átt við með því?
- Einkalíf: við komum inn á heimili einstaklinga og þurfum að passa þeirra einkalíf
- Öryggi: ,,mér finnst mamma ekki lengur örugg heima“ en erum með öryggishnapp og skynjanara og he
- Sjálfsskilningur: tengjum mikið við heimilið