Heilbrigðismat - fyrir próf Flashcards
Hvað getur púls gefið okkur vísbendingar um?
Það gefur okkur vísbendingar um ástand æðakerfis og hjarta
Hvað er eðlilegur púls?
60-100 slög á mínútu
Hver er eðlilegur líkamshiti?
36°C - 37,5°C
Hvað er eðlilegur blóðþrýstingur?
120/80 mmHg
Systóla: undir 130
Díastóla: undir 85
Hvenær köllum við blóðþrýsting háþrýsting?
Þegar systóla er yfir 140mmHg og díastóla er yfir 90 mmHg.
Hvenær köllum við blóðþrýsting lágþrýsting?
Þegar systólan er komin undir 90 mmHg
Hvað er hraður púls kallaður og hvað er hann hraður?
Hraður púls er kallaður tachycardia. þá er hann yfir 100 slög á mínútu.
Hvað er hægur púls kallaður og hversu hægur er hann?
Hægur púls er kallaður bradycardia. Þá er hann undir 60 slögum á mínútu.
Hvað eru normalgildi öndunartíðni?
12-20 sinnum á mínútu.
Hvað er tachypnea?
Það er hröð öndun, yfir 20 sinnum á mínútu.
Hvað er bradypnea?
Það er hæg öndun undir 12 sinnum á mínútu.
Hvað er eupnea?
Það er venjuleg, róleg og áreynslulaus öndun.
Hvað er apnea?
Það er öndunarstöðvun.
Hvað er oföndun (hyperventolation)?
Aukin hreyfing lofts inn og út úr lungum. Á meðan oföndun stendur er hraði og dýpt öndunar aukið. meira CO2 er í útskilun og minna framleitt af CO2 í líkamanum.
Kussmaul’s breathing.
djúp og hröð öndun. viðbragð líkamans þegar hann þarf að losa sig við umfram líkamssýrur (blása burt CO2)
Efri mörk blóðrýstings.
Systóla, stöðugur hjartsláttur fer að heyrast (samdráttur í sleglum).
Neðri mörk blóðþrýstings.
Díastóla, hjartsláttur heyrist alls ekki lengur (sleglar í hvíld).
Normalgildi þindarspans.
3-5 cm.
JVP þrýstingur.
Hjá hraustum einstaklingi ætti jugular vein að vera minni en 4 cm. Ef hún er meira en það, gefur það vísbendingar um hægri gáttarþrýsting sem er oft tengd við hjartabilun.
Erb’s point.
Staðsett í 3. rifjabili, vinstra meginn við bringubein. þar eiga að heyrast jöfn S1 og S2 hljóð.
S1 hjartahljóð.
!LUB!
Það er þegar lokur milli gátta og slegla lokast. heyrist yfirleitt hærra en S2 yfir mitral og tricuspid svæðum.
S2 hjartahljóð.
!DUB!
Það er þegar lokur yfir í ósæð og lungnaæð lokast. heyrist yfirleitt hærra en S1 yfir aortic og pulmonic svæðum.
S3 hjartahljóð.
!LUB-DUB-EE!
Aukahljóð sem er talið vera myndað af titringi lokanna og strúktúrum þar í kring. Ætti ekki að heyrast í eldra fólki en er eðlilegt hjá börnum.
S4 hjartahljóð.
!DEE-LUB-DUB!
Merki um háþrýsting. heyrist þegar fólk er með viðnám í sleglum.
Til dæmis: fólk með veikann vinstri slegil.
Gagn blóðþrýstingsmælingar.
Mæling á vökva í æðakerfinu, slagkraft hjartans og viðnám æðakerfis.
Pyrexia.
Hiti.
Röðun í almennri skoðun.
Skoðun
Þreifing
Bank
Hlustun
Nema við kviðskoðun.
Röðun í kviðskoðun.
Skoða
Hlusta
Banka
Þreifa
Beint bank.
Fingur beint á líkamann
Óbeint bank.
Fingur virka eins og “hamar” á örðum hlut. t.d. hina höndina.
Hyperresonance.
Hávært tómahljóð t.d. fyrir ofan lungu sem eru samfallin eða fyrir ofan loftbrjóst.
Resonance.
Hlóð yfir eðlilegum lungum.
Tympany.
Trommuhljóð yfir holum líffærum, t.d. í kvið.
Dullness.
Lágvært djúpt hljóð t.d. yfir lifur, milta og þind og hjarta (heyrist yfir þéttum líffærum).
Flatness.
Flatt hljóð sem heyrist á hörðum líffærum, t.d. vöðvar og bein.
Þind á hlustunarpípu.
Myndar hátíðni hljóð.
Góð í hlustun á lungum og innyflum.
Bjalla á hlustunarpípu.
Myndar lágtíðnihljóð.
Góð í hlustun á hjartahljóðum og yfir æðum.
Snellen kortið.
Metur nærsýni í 20 feta fjarlægð. því hærri nefnari, því verri sjón.
Hypoventolation.
Grunn öndun.
Þættir sem hafa áhrif á öndunartíðni.
Æfingar
Steita
Umhverfishiti
Lyf og fleira
Hafa í huga við mat á öndun.
Tíðni
Dýpt
Taktur
Gæði
Virkni
Þættir sem hafa áhrif á hjartslátt.
Aldur
Kyn
Æfingar
Hiti
Lyf
Streita
Veikindi
Líkamsstellingar
Púlsþrýstingur.
Munur á milli systólu og díastólu.
Orthostatískur blóðþrýstingur.
Blóðþrýstingur sem fellur þegar sjúklingur situr eða stendur.
Þættir sem hafa áhrif á blóðþrýsting.
Aldur
Streita
Kyn
Lyf
Offita
Líkamsklukka
Hreyfing/áreynsla
Þættir sem hafa áhrif á líkamshita.
Aldur
Líkamsklukka
Æfingar
Hormónar
Streita
Umhverfisþættir
Glascow Coma Scale.
Skali fyrir meðvitund
15: Full meðvitund
7 eða neðar: Coma sjúklingur
3: Alveg meðvitundarlaus/ látinn
Ekki hægt að fá núll á þessum skala, lægsta er 3 stig.