Allir Kaflarnir Flashcards
Lögfræði
fræðigrein sem fæst við að lýsa réttinum og skýra hann. Útskýrir á fræðilegan hátt lög og reglur samfélagsins á hverjum tíma, veitir almenna fræðslu um lögskipan ríkja og skoðar grundvallaratriði laga og réttar
Lög
: settar réttarreglur, þ.e. lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti staðfest. Lög geta líka verið bráðabirgðalög en þá eru þau sett af forseta og undirrituð af ráðherra.
Réttur
: er mun víðara hugtak en lög. Allar réttarreglur, réttindi einstaklinga t.d. kosningaréttur, heiti á ýmsum fræðigreinum t.d.eignaréttur og stjórnsýsluréttur en einnig dómstóll t.d.Hæstiréttur.
Réttarreglur
eru leikreglur sem varða sambúð manna, samskipti þeirra og stöðu.
• Réttarreglunum er vanalega skipt í tvo flokka: allsherjarétt og einkarétt. Til allsherjarréttar teljast réttarreglur um skipulag og starfshætti ríkisins og um réttarstöðu einstaklinga gegn ríkinu. Einkaréttur fjallar um réttarstöðu einstaklinga innbyrðis og samskipti þeirra.
Réttarheimildir
: stoð eða grundvöllur undir réttarreglu. Þegar dómari eða lögmaður fær mál til úrlausnar verður hann að ráða fram úr málinu eftir þeim réttarreglum sem teljast gildandi réttur og finna viðeigandi réttarreglu. Talin til réttarheimildar eru: Sett lög, Réttarvenja (aðalheimildin), Fordæmi, Lögjöfnun, Meginreglur laga, Eðli máls.
Sett lög
eru réttarreglur löggjafarvaldsins með það fara Alþingi og forseti Íslands. Þau má greina í tvennt: stjórnskipunarlög og almenn lög. Auk þess má undir sérstökum kringumstæðum setja bráðabirðalög.
Almenn lög
eru sett á Alþingi og forseti undirritar. Lagafrumvarp má ekki samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við 3 umræður á Alþingi. Fyrst í gegnum fastanefndir. Í annarri umræðu á að ræða einstakar greinar frumvarpsins og breytingatillögur. Í 3. umræðu er rætt um frumvarpið í heild sinni og lok hennar ræðst frumvarpið í atkvæðagreiðslu.
Reglugerðir
eru réttarlægri réttarheimildir en lög sem sett eru af Alþingi. Reglugerð víkur fyrir lögum
Bráðabirðalög
lög sem forseti setur á milli þinga þegar brýn nauðsyn ber til. Skilyrði fyrir bráðabirgðalögum eru að Alþingi sitji ekki, að brýna nauðsyn beri til setjingar þeirra og að ákvæði laganna brjóti ekki í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Þau verða að vera lögð fyrir Alþingi strax og það kemur saman og ef það er ekki samþykkt innan 6 vikna falla þau úr gildi
Réttarvenja
byggist á því að menn hafa um langt skeið hagað sér með tilteknum hætti vegna þess að þeir hafa talið sér það heimilt eða skylt. Fer eftir aldur venju, afstöðu almennings til hennar og efni hennar (t.d. telst það venja að vaskur fylgi með í sölu á íbúðarhúsnæði).
Fordæmi
: þegar dómsúrlausn hefur gengið um tiltekið réttaratriði sem er ólögfest og hún sé síðar notuð sem fyrirmynd í síðara dómsmáli. (t.d. lögmaður leitar uppi eldri dóma um svipuð álitaefni).
Lögjöfnun
Sé ekki til sett réttarregla eða réttarvenja geta dómstólar stundum notað svokallaða lögjöfnun til að leysa úr ágreiningsefninu. Lögjöfnun er fólgin í því að beita settu lagaákvæði um ólögákveðið atriði sem er eðlisskylt því sem rúmast innan setta lagaákvæðisins. Tilvikið sem leysa á úr sé í nokkurs konar tómarúmi.
Meginreglur laga
Dómara er skylt að leysa úr máli þó hann geti ekki leitað til þeirra réttarheimilda sem þegar hefur verið fjallað um. Þá reynir dómari að lesa úr tilteknum lagabálki ákveðin stefnumörk eða vilja löggjafans og finna þannig ákveðna grundvallarreglu sem dæmt er eftir.
Tengjast settum lagareglum
Eðli máls
þá leysir dómari úr ágreiningi eftir því sem hann telur réttast, skynsamlegast og eðlilegast eftir málavöxtum. Helsti munurinn á milli meginreglna laga og eðli máls er að meginreglur tengjast settum lagareglum en eðli máls höfðar til sanngirni og réttlætiskenndar dómara.
Almenn lögskýring
lagaákvæði skýrt beinlínis eftir orðanna hljóðan
Þrengjandi lögskýring
efnislegt inntak ákvæðisins er þrengra en orð þess benda til.
Rýmkandi lögskýring
efni lagaákvæðisins er rýmra en orð þess gefa til kynna.
Gagnályktun
lagaákvæði skýrt á þann hátt að tilvikin sem orðuð eru í ákvæðinu teljast þar tæmandi upptalin og því talið að gagnstæð regla gildi um tilvik sem ekki rúmast innan ákvæðisins.
Birting laga
Það verður að birta lög svo að þeim verði beitt. Án þess mundu borgararnir ekki vita réttaröryggi þeirra og hvaða réttindi og skyldur hvíldu á herðum þeirra. Dómsmálaráðuneytið gefur út Stjórnartíðindi einnig Lögbirtingablaðið
Löggjafarvald
Stjórnvöld og forseti
Dómsvald
Dómendur
Þingræðisregland
veldur þvi að æðstu handhafar framkvæmdavaldsins, ráðherrarnir, verða að njóta stuðnings löggjafans til að geta setið í embætti
Umboðsvald
merkir að hafa með höndum framkvæmdarvald, t.d. lögreglustjórn, innheimtu opinberra gjalda o.s.frv. Með þeim lögum er dómsvald og framkvæmdarvald að fullu aðskilið.
• Forseti Íslands er þjóðhöfðingi íslenska ríkisins, þjóðkjörinn
Forseti Ísland
er þjóðhöfðingi íslenska ríkisins, þjóðkjörinn. Kjörgengir til forseta Íslands eru ríkisborgarar sem eru 35 ára og eldri. Ef forseti getur ekki sinnt störfum vegna veikinda eða einhvers slíks fara handhafar forsetavalds með forsetavaldið, en þeir eru forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra. Ráðherrar framkvæma vald forsetans. Lagafrumvörp eru send til forseta til samþykktar. En forseti hefur ekki neitunarvald heldur aðeins synjunarvald þar sem hann hefur það vald til að skjóta lagafrumvarpinu undir þjóðaratkvæði eins og með fjölmiðlafrumvarpið.
Ljöggjafarvald
er hjá Alþingi og forseta í sameiningu, hlutverk hans er að setja almennar réttarreglur, lögin, og leggja þar með grundvöllinn að starfi framkvæmdavaldsins og dómstóla
Alþingi
starfar í einni málstofu og á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn.
Kosningaréttur
fellur niður ef Íslendingur gerist ríkisborgari í öðru ríki, en þeir sem gerast íslenskir ríkisborgarar öðlast kosningarétt.
Trúfrelsi
Allir eiga rétt á því að stofna trúfélög og iðka trú í samræmi við sannfæringu sína. Einu takmarkanir eru þær að ekki má kenna eða fremja hluti sem eru gagnstæðir góðu siðferði og allsherjarreglu.
Jafnrétti
Í stjórnarskránni kemur fram að konur og karla skuli njóta jafnréttis í hvívetna og allir séu jafnir gagnvart lögum án tillits til kynferðis, trúarbragðan, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti.
Persónufrelsi
Engan má svipta frelsi nema með heimild samkvæmt lögum
Bann við ómannúðlegri meðferð
Pyndingar og önnur ómannleg eða vanvirðandi meðferð eða refsing er óheimil. Ekki má skylda menn til nauðungavinnu.
Afturvirkni refsilaga
Bannað er að hafa refsiákvæði afturvirk, það þýðir að ekki má refsa yfir glæp nema hann hafi verið refsiverður á þeim tíma sem hann var framinn.
Réttlát málsmeðferð fyrir dómi
Allir eiga rétt á að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur, eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.
Friðhelgi einkalífs
Allir hljóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leita í
• húsakynnum hans eða munum, nema sakvæmt dómsúrskurði eða með sérstakri lagaheimild.
Sjálfstæði sveitafélaga
Sveitafélög skulu ráða sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Tekjustofnar sveitafélaga skulu ákveðnir með lögum , svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.
Framkvæmdarvald
táknar fyrst og fremst vald til að halda uppi lögum og allsherjarreglu og umboð til að vera í fyrirsvari fyrir ríkið bæði inn á við og út á við.
Helstu grundvallarreglur stjórnsýslulaganna
Hæfi stjórnvalda, leiðbeiningarskylda, Málshraði, Rannsóknarregla, Jafnræðisreglan, Meðalhófsreglan, Upplýsinga-og andmælaréttur, Birtingarreglan, Rökstuðningur stjórnvaldsákvörðunar, afturköllun ákvörðunar, stjórnýslukæra
Hæfi Stjórnvalda
Fyrsta atriðið er hæfi stjórnvalds, annars vegar hvað varðar menntun og starfsþekkingu og hins vegar tengsl við aðra. T.d. ef starfsmaður hefur ákveðinn skyldleika við aðila málsins eða ákveðin hagsmunatengsl. Reglur um hæfi eru settar til að tryggja það að ómálefnaleg sjónarmið ráði ekki ferðinni við málsmeðferð og til þess að stuðla að því að þeir sem í hlut eiga og aðrir geti treyst því að stjórnvöld séu hæf og hlutlaus.
Leiðbeiningarskylda
Stjórnvaldi sem hefur mál til meðferðar er skylt að veita aðstoð og leiðbeiningar um þau mál sem heyra undir starfssvið þess. Dæmi um leiðbeiningarskyldu er t.d. leyfisumsókn til stjórnvalds til að stunda ákveðna tegund atvinnustarfsemi.
Málshraði
Oftast hafa aðilar hagsmuni af því að mál fái hraða afgreiðslu hjá stjórnvaldi. Stundum koma niðurstöður stjórnvalda ekki að gagni nema þær komi innan hæfilegs tíma. Þurfi stjórnvald að leita álits annarra aðila skal það gert án tafar svo að meðferð málsins dragist ekki úr hömlu. Tafir leiða ekki til þess að ákvarðanir teljist ógildar.
Rannsóknarregla
Stjórnvöldum er einnig ætlað að sjá til þess að mál sé nægjanlega vel upplýst áður en ákvörðun er tekin. Það þarf að undirbúa málið og rannsaka þannig að málsatvik liggi ljós fyrir þegar ákvörðun er tekin. Mál telst ngilega rannsakað þegar þær upplýsingar sem þarf til að taka rétta ákvörðun liggja fyrir og eins og áður er þetta á ábyrgð stjórnvalds.
Jafnræðisregland
Það er grundvallarregla í stjórnsýslunni að gætt sé samræmis og jafnræðis. Þetta þýðir að mál sem eru sambærileg skuli í lagalegau tilliti fá samskonar úrlausn
Meðalhófsreglan
Hún á við þegar stjórnvald þarf að taka íþyngjandi ákvörðun. Stjórnvaldákvörðun er sögð íþyngjandi þegar hún leggur skyldur eða kvaðir á herðar manna eða sviptingar á réttindum sem þeir hafa áður öðlast. Dæmi um þetta er þegar bóndi verður að skera niður fé eða þegar aðili sem hefur vínveitingaleyfi er sviptur því.
Upplýsinga- og andmælaréttur
Áður en ákvörðun um mál er tekin skal aðili gefinn kostur á að tjá sig um málið og gæta þannig hagsmuna sinna við málsmeðferðina. Með tilkynningaskyldu um meðferð máls er átt við að stjórnvaldi beri að tilkynna aðila um að mál hans sé til meðferðar. Felur í sér þrjú grundvallaratriði:
Tilkynninguskylda til aðila um meðferð máls
Rétt aðila til að kynna sér gögn máls
Rétt aðila til að tjá sig um mál.
Birtingarreglan
Þegar stjórnvald hefur tekið ákvörðun í máli skal það tilkynna aðila máls um niðurstöðuna og verður hún þá bindandi fyrir aðila. Það er forsenda fyrir að ðilar geti farið eftir ákvörðuninni að hún sé kynnt þeim.
Rökstuðningur stjórnvaldsákvörðunar
Aðilar geta farið fram á að stjórnvald rökstyðji niðurstöðu sína og ef um er að ræða kærumál er stjórnvaldi skylt að rökstyðja niðurstöðu sína. Óska skal eftir rökstuðningi innan 14 daga frá því tilkynning um ákvörðun berst og skal stjónvald svara innan 14 daga.
Afturköllun ákvörðunar
Stjórnvöld má breyta ákvörðun sinni þangað til hún hefur verið tilkynnt til aðila máls, eftir þann tíma er aðeins heimilt að breyta augljósum villu í niðurstöðunni og skulu slíkar breytingar tilkynntar tafarlaust. Heimilt er að endurupptaka mál ef ákvörðn stjórnvalds er byggð á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum. (Innan eins árs frá því að tilkynnt var um ákvörðunina).
Stjórnsýslukæra
Sætti aðili máls sig ekki við stjórnvaldsákvörðun má kæra hana til æðra stjórnvalds og fá hana fellda úr gildi. Almennur frestur til kæru eru 3 mánuðir frá því að ákvörðun var tilkynnt.
Upplýsingalögin
taka til stjórnsýslu ríkis og sveitafélaga og hafa að geyma reglur um almennan aðgang fólks að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Lögin gera ráð fyrir að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Með setningu upplýsingalaganna var stjórnsýslan gerð gagnsærri en áður.
Gögn undanþegin upplýsingaskyldu
eru t.d. fundargerðir ríkisráðs, minnisgreinar af ráðherrafundum og skjöl sem tekin hafa veriðs aman fyrir slíka fundi. Einnig bréfaskipti stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli, vinnuskjöl, umsóknir um störf hjá ríki eða sveitafélagi. Ekki er skylt að veita skjöl sem innihalda fjármál einstaklinga t.d.
Sýslumenn
fara hver í sínu umdæmi með stjórnsýslu ríkissins eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Veigamikil verkefni sýslumanna falla utan stjórnsýslulaganna en það eru þinglýsingar, aðfarargerðir, nauðungarsala, skipti dánarbúa, kyrrsetning og lögbann.
Lögbókandagerðir
eru opinber staðfesting á því að efni tiltekins skjals kveður á um t.d. erfðaskrá eða skuldabréf. Lögbómandi getur verið kvaddur til að staðfesta að atburður hafi átt sér stað eða athöfn hafi farið fram með tilteknum hætti, t.d. er fulltrúi sýslumanns ávallt viðstaddur útdrátt í Happdrætti Háskóla Íslands og Lottó. (Undir verkahring sýslumanns).
Umboðsmaður Alþingis
Þeir sem telja brotið á sér í stjórnsýslunni eiga rétt til þess að skjóta máli sínu til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur það hutverk í umboði Alþingis að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í þeim tilgangi að tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins.
Kvörtun
Sá sem vill kvarta til umboðsmanns verður að skila skriflegri kvörtun ásamt sönnunargögnum í málinu. Kvörtun verður að berast innan árs frá því mál er til lykta leitt hjá stjórnvöldum. Umboðsmaður á að tilkynna viðkomandi stjórnvaldi kvörtun sem hann fær strax nema hætta sé á að það geri erfitt fyrir rannsókn málsins. Eftir kvörtun kemst umboðsmaður annað hvort að þeirri niðurstöðu að málefnið gefi ekki tilefni til nánari athugunar eða tekur málið til meðferðar og líkur því annað hvort með
Ríkisendurskoðun
Meginhlutverk hennar er að annast endurskoðun hjá ríkisstofnunum og þeim aðilum öðrum sem hafa með höndum rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkissins og hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. (t.d. endurskoða ríkisreikninga, reikninga stofnana, sjóða o.fl).
Stjórnsýsluendurskoðun
Ríkisendurskoðun getur framkvæmt stjórnsýsluendurskoðun hjá ríkisaðilum. Í slíkri endurskoðun felst að könnuð sé meðferð og nýting á ríkisfé. Tilgangur er að hvetja til aukinnar hagsýni.