Afbrotafræði Flashcards

1
Q

Hver er munurinn á afbrotafræði (criminology) og sakfræði (criminal justice)?

A

Afbrotafræði:

  • Skoðar skýringar (rætur), tíðni (umfang) og eðli afbrota í samfélaginu

Sakfræði:
* Skoðar stofnanir sem hafa með félagslegt taumhald að gera - lögreglan, dómstólarnir og fangelsin
* Rannsakar:
* Ákvarðanaferli, aðgerðir
* Skilvirkni lögreglu, dómstóla og fangelsa
* Sanngjarna meðferð gerenda, þarfir þolenda og áhrif breytinga í hugmyndafræði á dómahegðun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er frávik (deviance)?

A

Frávik lýsir hegðun sem brýtur á bága við menningarlega skilgreind viðmið, þ.á.m. lög.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Samstöðusjónarhornið (concensus view: Klassískar og pósitífiskar kenningar)

A

Þessar kenningar eru sammála um að:

  • Lögin eru í hag allra í samfélaginu og endurspegla gildi þess
  • Afbrotahegðun er athæfi sem er refsivert - brýtur gegn refsilögum
  • Afbrot eru athæfi sem vekja andúð í samfélaginu öllu - valda samfélagslegum skaða
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Átakasjónarhornið (Conflict View of Crime)

A
  • Refsilög endurspegla gildi og hagsmuni ráðandi stéttar í samfélaginu
  • Samfélagið er fjölbreytt safn þjóðfélagshópa sem skapar ágreining og átök á milli hópa
  • Lögin eru “biased” og gerð af ráðandi stétt til að viðhalda núverandi kerfi sem heldur þeim á toppinum
  • “Strætaglæpir” vs “hvítflibbabrot”
  • Hvítflibba afbrotamenn fá mun vægari dóma
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Samskiptasjónarhornið (Interactionist View of Crime)

A
  • Skilgreining á því hvort hegðun sé glæpsamleg er túlkunaratriði
  • Skilgreiningin á fráviki er ekki sjálfgefin
  • Hún sprettur af gildismati eða hagsmunum einstaklinga eða hópa sem koma henni svo á framfæri
  • Moral entrepreneurs (siðapostular) - Hópar með félagsleg völd fara í herferðir að segja að eitthvað eigi að vera talið glæpsamlegt eða að eitthvað sem er talið glæpsamlegt eigi ekki að vera það.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Tvískipting afbrota

A

Mala in se afbrot:

  • Eru ill í sjálfu sér, t.d. morð, nauðgun, rán o.s.frv
  • Ákvæði í lögum um þessi afbrot breytast lítið yfir tíma

Mala prohibitum afbrot:

  • Lögin endurspegla ríkjandi siðferði
  • Victimless crimes, t.d. klám, vændi, fíkniefnaneysla o.s.frv
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hver eru viðfangsefni afbrotafræðinnar?

A

Tölfræði afbrota (criminal statistics)

  • Tíðni afbrota í samfélaginu rannsökuð

Framsetning kenninga og prófun

  • Skýringar á afbrotum

Félagsfræði laga, réttarfélagsfræði (sociology of law)

  • Félagslegur jarðvegur lagasetningar
  • Endurspegla lögin hagsmuni allra?

Viðurlög, refsifræði (penology), og félagslegt taumhald

  • Rannsóknir til að meta árangur

Þolendarannsóknir (victimology)

  • Brot sem eru ekki tilkynnt til lögreglu
  • Kostnaður vegna skaðsemi brota
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hverjar eru þrjár megin ástæðurnar fyrir því að mæla afbrot?

A
  1. Til að prófa kenningar um afhverju fólk brýtur lögin
  2. Bæta þekkingu okkar á eiginleikum ólíkra afbrota
  3. Þjóna þörfum stofnana í réttarvörslukerfinu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Tegundir laga

BNA vs Ísland

A

Bandaríkin: Penal code: Felonies, misdemeanors, violations

Ísland: Hegningarlög, sérrefsilög (t.d. bókhaldsbrot, skattabrot etc), umferðarlög

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Þolendakannanir (Victimization Surveys)

Kostir og gallar

A
  • Innan við helmingur allra brota eru tilkynnt til lögreglu
  • Þolendakannanir fylla upp í myndina af þeim afbrotum sem eiga sér stað

Kostir:
* Gefa hugmynd um heildarfjölda brota árlega, ekki aðeins það sem er tilkynnt til lögreglu
* Geta gefið hugmynd um af hverju brot eru ekki tilkynnt

Gallar:
* Svarendur geta oftúlkað og skilgreint atvik sem afbrot, þó svo sé ekki
* Svarendur geta misminnt hvenær þeir urðu fyrir afbroti (telescoping)
* Svarendur geta sleppt að greina frá afbrotum af skömm eða gleymsku
* Úrtaksskekkjur, svarhlutfall, skilningur á spurningum og skráning

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Tegundir afbrota (Crime Typologies)

A

Ofbeldisbrot:
* Manndráp, líkamsárásir, heimilisofbeldi, slagsmál o.fl.

Kynferðisbrot:
* Nauðgun, kynferðisbrot gegn börnum, vændi o.fl.

Auðgunarbrot:
* Rán, innbrot, hnupl, fjársvik o.fl.

Fíkniefnabrot:
* Neysla, sala, framleiðsla, innflutningur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Mælingar á eiginleikum afbrotamanna

Hvaða eiginleikar eru mældir?

A

Aldur, kyn, félagsleg staða og kynþáttur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Kannanir á brotahegðun (self-report studies)

Skilgreining og gagnrýni á þær

A
  • Svarendur eru spurðir út í þátttöku þeirra í brotum
  • Nafnleynd og trúnaður lykilatriði
  • Innihalda gjarnan spurningar um viðhorf, gildi og hegðun
  • Geta gefið mikilvæga innsýn í áhrifaþætti afbrotahegðunar

Gagnrýni:
* Óraunhæft að fólk viðurkenni fúslega brotahegðun sína í könnunum
* Fólk ýmist ýkir eða gleymir brotum eða misskilur um hvað er spurt
* Brotfall í úrtakshópum, t.d. innan skóla, hverjir eru í þeim hópi??
* Hópurinn sem er mest í afbrotum er líklegast utan seilingar kannana
* Nákvæmni í svörum getur verið breytileg eftir kyni og þjóðfélagshópi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Cesare Beccaria (1738-1794)

Frumkvöðull klassíska skólans

A
  • Ítalskur stærðfræðingur/hagfræðingur
  • Var undir miklum áhrifum af “tíma upplýsingarinnar”, tilkomu borgarsamfélaga og menntastéttanna
  • Maðurinn hugsar fyrst og fremst um sinn eigin hag, eigingjörn vera sem vill hámarka hagnað/ánægju og lámarka tjón/þjáningu
  • Ef tækifærið gefst þá munum við brjóta af okkur ef við teljum okkur muna græða á því - allir hugsa eins - afbrot eru frjálst val.
  • Reasoning and purposeful actor - man as a free agent

“Purposeful actor” er lykilatriði í klassíska skólanum eins og Beccaria mótaði hann

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

On Crimes and Punishment eftir Beccaria (1764)

Höfuðrit klassíska skólans - eigum að þekkja þetta rit

A
  • Vildi að það væri jafnvægi í afbrotum og refsingum, refsingin á að endurspegla alvarleika brotsins - var mjög róttækt á sínum tíma.
  • Meginmarkmið var að koma í veg fyrir mútur og geðþóttaákvarðanir dómstóla (dómarinn fékk bara að ákveða hvaða dóm hann gaf).
  • Hann var á móti pyntingum til að fá fram sakfellingu - vildi ekki falskar játningar.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvernig á samfélagið að bregðast við til að koma í veg fyrir afbrot? (samkvæmt Beccaria)

Hér kemur líka Bentham smá inn

A
  • Gera afleiðingar afbrotsins verri heldur en ánægjan/hagnaðurinn sem kæmi frá því að fremja það.
  • Vera með lög og réttarríki sem skilgreinir öll afbrot og tilhafandi refsingar sem eru aðeins þyngri en hagnaðurinn af brotinu - fæling mikilvægust (Bentham).
  • Skynsemi fólks mun leiða til þess að það velji löghlýðni og að fylgja viðmiðum samfélagsins.
  • Betra að fæla heldur en að refsa - refsingar notaðar sem forvörn sem er hagkvæmara og ódýrara fyrir samfélagið.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Jarðvegur Klassíska skólans

Hvað var í gangi sem olli því að hugmyndafræði klassíska skólans var stofnuð?

A
  • Áður voru yfirnáttúrulegar skýringar áberandi, brotamenn andsetnir og það leiddi til brotanna, íkamlegar refsingar áberandi
  • Þegar upplýsingaöldin kom á 18.öld áttu bæði kirkjan og konungsveldið undir högg að sækja
  • Lýðræði var að sá rótum á 18.öld, almenningur á að ráða sínum málum, ekki kóngar og keisarar. Einstaklingurinn velur sér sinn valdhafa.
  • Nytsemdarhyggjan kom til sögunnar (utilitarianism). Stefnt að sem mestri hamingju fyrri sem flesta - almannahagur - þetta er jarðvegurinn sem klassíski skólinn sprettur upp úr.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hverjar eru meginforsendur Klassíska skólans?

5 megin atriði

A
  1. Einstaklingurinn hefur frjálsan vilja - getur valið annað hvort ólöglegar eða löglegar leiðir
  2. Ólöglegar leiðir geta verið meira freistandi - meiri hagnaður fyrir minni vinnu
  3. Hægt er að koma í veg fyrir að fólk velji ólöglegar leiðir með samfélagslegum/réttarfarslegum viðbrögðum
  4. Viðbrögðin/refsingin verður að valda meiri sársauka en hagnaðurinn sem kemur frá afbrotinu
  5. Viðbrögðin verða að vera:
    * A) Áreiðanleg (certain) - þ.e. handtaka, dómur og refsing verða að vera áreiðanleg (brotamaðurinn má ekki sleppa)
    * B) Skjótvirk (swift) - tími frá broti og til refsingar má ekki vera of langur
    * C) Refsingin verður að samsvara alvarleika brotsins
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Nýklassíski skólinn

Ríkjandi víðast í dag, klassíski skólinn nema uppfærður fyrir nútímaleg viðmið.
(Bara grundvallar atriðin, útfærsla hans er útskýrð betur í 4 punktum á næsta spjaldi)

A
  • Sakhæfi miðast við tiltekinn aldur, heilbrigði etc
  • Persónueinkenni skipta máli - afplánunarúrræði mismunandi eftir brotamönnum - gat einstaklingurinn gert greinarmun á réttu og röngu?
  • Ekki sama refsing fyrir alla
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Útfærsla Nýklassíska skólans í dag

Markmiðið er að draga úr brotum, hefur verið útfært á a.m.k. ferns konar máta í nútímasamfélögum.

A
  1. Draga úr möguleikum til að fremja brot með tilteknum aðgerðum á vettvangi (Situational Crime Prevention) - t.d. með hönnun íbúðahverfa, verslana, uppsetningu á öryggiskerfi, myndavélum, aukinni ljósanotun og eftirliti
  2. Sértæk fæling (Specific deterrence): Refsa geranda fyrir brot sitt - draga þannig úr ítrekun brotamannsins sjálfs (nýjum afbrotum)
  3. Almenn fæling (General deterrence): Fæla aðra einstaklinga frá því að fremja sama brot - dregur þannig almennt úr tíðni afbrota í samfélaginu
  4. Innilokunarleiðin - taka síafbrotamenn úr umferð (Incapacitation Stratagies; Selective Incapacitation), afbrotamenn valdir eftir tilteknum einkennum (high risk offenders) - Hefur leitt til fangelsissprengingar með tilheyrandi kostnaði og árangur er óljós.

  1. Brotamenn eldast oft frá brotum og þegar þriðja brotið kemur eru þeir oft á leið út úr brotum en enda þá í lífstíðarfangelsi á kostnað skattgreiðenda…
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Routine Activities Theory

Þrír þættir einkenna brot og líkurnar á því að þau verði framin

A
  1. Motivated offender (viljugur gerandi, ásetningur til að fremja brot): Gerandi sem er ákveðinn í því að brjóta af sér
  2. Suitable target (heppilegt viðfang, berskjaldað, óvarið): Það þarf að vera til staðar eitthvað viðfang sem þú hefur tækifæri til þess að brjóta á
  3. Lack of Guardians (skortur á eftirliti): Það þarf að vera skortur á því að einhver sé að vernda viðfangið, er einhver að fylgjast með því?
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hver er almenna niðurstaðan um tengsl dauðarefsinga og manndrápa

Margar rannsóknir nefndar sem hafa verið gerðar á þessu viðfangsefni

A
  • Dauðarefsingar hafa ekki meiri fælningarmátt heldur en lífstíðarfangelsi
  • Almennt metið í dag að sambandið sé óvíst eða óverulegt
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Gagnrýni á klassíska skólann

4 atriði

A
  1. Engin almennileg staðfesting sem sýnir að allir fái jafn mikla ánægju út úr sama atferli/broti - sektarkennd plágar amk sum okkar.
  2. Hefur verið bent á það að það sé vafasamt að allir þjáist á sama hátt við sömu refsingu
  3. Ofuráhersla á skynsemi mannsins. Vafasamt að allir séu alltaf skynsamir í vali, aðstæður geta haft áhrif á val.
  4. Forsendur of huglægar - ekki nógu vísindalegar. Ánægja og þjáning illmælanleg hugtök.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Pósitífismi í afbrotafræði felur í sér hvaða tvö meginatriði?

A
  • Staðfestuhyggju (determinism)
  • Aðeins þekking sem byggir á vísindalegri nálgun er gild
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Nokkrir fræðimenn í Líffræðilegum Pósitífisma

A

Cecare Lombroso (1835-1909)
* Gaf út Criminal Man
* Frjáls vilji leystur af hólmi með staðfestuhyggju
* “Born Criminal” - Fólk fæðist með ákveðin einkenni frá foreldrum sínum annað hvort óbeint (geðveiki, sífilis, alkahólismi) eða beint (foreldrar eru afbrotamenn)

Enrico Ferri (1856-1929):
* Sammála Lombroso um líffræðilegar orsakir afbrota en kom auga á fleiri orsakaþætti: Geðsýki, meðfæddir eiginleikar, siðræn upplausn, óstjórnleg ástríða, umhverfisþættir

Raffaele Garofalo (1852-1934):
* Á móti klassíska skólanum og hugmyndinni um “frjálsan vilja”
* Undir áhrifum af Lombroso en sá ýmsa galla í kenningu hans og var ekki eins fastur í líffræðilegum skýringum
* Rakti rætur afbrotahegðunar til siðferðislega vankanta
* Afbrot tilkomin vegna erfða
* Vesöld leiðir til “gallaðra einstaklinga”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Erfðir og afbrotahneigð

A

Bein áhrif:
Ákveðin genauppbyggin erfist frá foreldrum og ýtir undir árásargirni og frávikshegðun

Óbein áhrif:
Ákveðin genauppbygging ásamt hegðun, viðhorfum, og persónueinkennum eykur líkur á afbrotum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Lífefnafræði (biochemical factors)

Lífefnisfræðilegir þættir sem gætu haft áhrif á afbrotahegðun

A
  • Mataræði (food allergies - diet) - Slæmt mataræði ýti undir árásarhneigð
  • Sykur og blóðsykurskortur - að vera “hangry” (trigger effect í besta falli?)
  • Hormón - Hækkað testósterón ýti undir árásarhneigð
  • Reykingar og áfengisneysla á meðgöngu
  • Eiturefni og steinefnaskortur
28
Q

Taugalífeðlisfræðilegir þættir (neurophysiology)

Taugalíffræðilegar útskýringar á afbrotahegðun

A
  • Bein áhrif af skemmdum í heila - Óskynsamleg og eyðileggjandi hegðun
  • Óbein áhrif af skemmdum í heila - Skemmdir geta leitt til persónueinkenna sem auka líkur á afbrotahegðun t.d. hvatvísi og skortur á sjálfstjórn
  • Samspil skemmda og umhverfisþátta
  • ADHD - Rannsóknir sýna að ADHD er allt að 10 sinnum algengara í fangaþýðinu miðað við almenna samfélagið
  • Raine tengir skertan framheila við afbrotahegðun
29
Q

Sálfræðileg mótun

Sálfræði og afbrotahneigð - Sálfræðileg mótun er sú fyrsta af 5 sálfræðilegum kenningum sem eru nefndar

A
  • Sigmund Freud fjallaði um þrjá grunnþætti í sálarlífi mannsins: Id, ego og superego - Geðheilbrigði er komið undir heilbrigðu samspili þessara þátta
  • Sálfræðingar sem skoða afbrotahegðun styðjast gjarnan við þrjár grunnforsendur:
    1. Mótun í æsku
    2. Hegðun og ómeðvitaðar hvatir eru samtvinnuð
    3. Afbrotahegðun er í grunninn tjáning á sálfræðilegum átökum
30
Q

Siðferðileg mótun

Sálfræði og afbrotahneigð - Siðferðileg mótun er önnur af 5 sálfræðilegum kenningum sem eru nefndar

A

Lawrence Kohlberg faðir kenninga um siðferðislegan þroska: Siðferðisleg rökleiðsla þróast í þremur stigum (stages of moral development)

31
Q

John Bowlby - Svifting móðurástar og tengslakenningin

Sálfræði og afbrotahneigð - Þessi er sú þrijða af 5 sálfræðilegum kenningum sem eru nefndar

A

Mikilvægi tilfinningatengsla ungabarns og móður:
* Attachment theory - tengslin ákvarða hæfileika barns til að móta tengsl í framtíðinni. Barn þarf að hafa hlýjan og ástríkan uppalanda.

Fjölskylduandrúmsloft og frávikshegðun:
* Rannsóknir sýna að frávikshegðun er fátíðari meðal drengja sem búa hjá móður sinni eftir skilnað heldur en hjá föður sínum

32
Q

Félagsmótunarkenningin - Lært ofbeldi og árásargirni

Sálfræði og afbrotahneigð - Þessi er sú fjórða af 5 sálfræðilegum kenningum sem eru nefndar

A
  • Óbein upplifun (Observational learning): Albert Bandura; hermihegðun (behavioral modeling). Börn sem alast upp við að ágreiningsmál séu leyst með ofbeldi á heimilinu, læra að beita sömu aðferðum. Cycle of violence.
  • Bein reynsla (direct experience)
  • Ólík styrking (differential reinforcement); umbun/refsing
33
Q

Persónuleika kenningar

Sálfræði og afbrotahneigð - Þessi er sú fimmta af 5 sálfræðilegum kenningum sem eru nefndar

A

Hans Eysenck > PEN model
- Psychoticism (tengt afbrotum)
- Extroversion (þarf mikla örvun)
- Neuroticism (þarf litla æsingu, heftir hegðun)
* Persónuleikaþættir virðast ekki almennt skýra mikið í dreifingu á afbrotum um samfélagið; en þó geta þeir verið mikilvægir í að spá fyrir um framtíðar brotahegðun hjá börnum eða unglingum
* Aðferðafræðilegt vandamál

34
Q

Geðræn vandamál og afbrotahneigð

A

Psychopath: A person suffering from chronic mental disorder with abnormal or violent social behavior. Líffræðilegar orsakir.
Sociopath: A person with a personality disorder manifesting itself in extreme antisocial attitudes and behavior and a lack of conscience. Félagslegar orsakir.

35
Q

Dunedin rannsóknin

A

Skipta megi afbrotamönnum í tvo hópa (Moffitt):
* Adolescent-Limited offenders
* Life course persisters

Sterk sjálfstjórn í æsku:
* Börn með sterka sjálfstjórn líklegri til að vegna vel í lífinu
* The marshmallow test

36
Q

Félagsfræðilegar kenningar á afbrotum leitast við að skýra hvað?

A
  • Hvers vegna einn þjóðfélagshópur hefur hærri tíðni afbrota en annar
  • Hvers vegna afbrot eru tíðari í einu hverfi frekar en öðru
  • Hvers vegna þau geta verið breytileg innan stórra svæða eða innan hópa
  • Afbrotahegðun orsakast af félagslegum eða efnahagslegum þáttum
37
Q

Functionalism Durkheims; rótin í félagsfræðilegum kenningum um afbrot

A
  • Durkheim þróaði verkhyggju-sjónarhornið við lok 19.aldar
  • Afbrot eru samfélagslega mikilvæg; sýna hvað má og hvað má ekki og draga athyglina að vandamálum
  • Afbrot eru orsök samþættingarskorts (anomie)
38
Q

Kenningar um félagsgerð (almennt)

Í tengslum við afbrot - og þrjár megintegundir kenninga um félagsgerð

A
  • Beina sjónum að félags- og efnahagslegum aðstæðum í niðurníddum lágstéttarhverfum sem lykiláhrifavöldum á afbrotahegðun
  • Afbrot spretta af menningarlegum gildum sem leyfa eða jafnvel ýta undir frávikshegðun

Þrjár megintegundir kenninga um félagsgerð:
* Social Disorganization Theory
* Strain Theory / Anomie Theory (siðrofskenningar)
* Culture Deviance Theory

39
Q

Chicago skólinn

A
  • Park og Burgess - Zone Theory: Þeir þróuðu módel af Chicago til að sýna hvernig hverfin breytast eftir því sem þú ferð utar í borginni
  • Shaw og McKay - Afbrot ungmenna og þéttbýlismyndun (Juvenile Delinquency and Urban Areas)
  • Afbrot tengjast borgarhlutum, skipulagi og uppbyggingu hverfa
40
Q

Shaw og McKay - Félagsleg óreiða

Social Disorganization Theory í hnotskurn

A

Þrír þættir tengjast félasgslegum vandamálum, m.a. afbrotum:
1. Bág efnahagsstaða
2. Örar búsetubreytingar
3. Ólíkir hópar af fólki, kynþættir og þjóðir

Þar sem þessir þættir koma saman verða til Transitional neighborhoods sem einkennast af:
1. Veiku taumhaldi
2. Brostum gildum
3. Hárri afbrotatíðni

41
Q

Hugtak

Collective Efficacy

Hvað einkennir þetta?

A
  • Óformlegt taumhald - fjölskylda, jafningjar og skyldmenni
  • Stofnanabundið taumhald - skóli, kirkja, félagsmiðstöðvar
  • Formlegt taumhald - sýnileg löggæsla
  • Félagslegar aðstæður í hverfi geta dregið úr líkum á afbrotum þrátt fyrir aðra áhættuþætti
42
Q

Robert Merton - Siðrof (Anomie)

A

Merton skoðaði tengsl milli markmiða og leiða:
1. Markmiða - Eftirsóknarverð gæði (fé, frami, áhrif, virðing)
2. Leiðir - Menntavegurinn, dugnaður, hæfileikar, gráður

  • Skortur á leiðum getur leitt til álags (strain) - Markmiðum náð fram með öðrum leiðum (afbrotum)
  • Félagsleg aðlögun að ósamræminu getur tekið mismunandi myndir - Conformity, Innovation, Ritualism, Retreatism og Rebellion

Úrbótatillögur Mertons á ósamræminu:
1. Jafnvægi milli markmiða og leiða; draga úr mikilvægi markmiða
2. Opna nýjar lögmætar leiðir til að auðvelda aðgang að viðurkenndum markmiðum samfélagsins

43
Q

Messner of Rosenfeld - Stofnanabundið siðrof (Institutional Anomie Theory)

A

Crime and the American Dream
* American Dream verður bæði markmiðið og leiðin - allt samfélagið gegnsýrist af efnislegum gæðum
* Óraunhæf markmið og óraunhæfar leiðir

Siðrof
* Kapítalísk viðhorf leiða til álags

Yfirráð efnahagslegra stofnana birtist á þrenna vegu
* Efnahagsleg gildi ofar öðrum gildum
* Efnahagslegir hagsmunir ofar öðrum
* Efnahagsleg orðræða - Talað um að jafnvel stofnanir sem gera mikilvæga hluti séu reknar með tapi og þurfi að minnka þær

44
Q

Robert Merton - Álagskenningin (General Strain Theory)

A
  • Míkró nálgun sem byggir á siðrofskenningu Mertons
  • Afbrot tengjast líka álagi og reiði vegna áreitis
  • Ólíkar uppsprettur sem valda neikvæðu tilfinningaástandi
    1. Einstaklingum sem takast ekki að ná markmiðum sínum vegna rofs milli markmiða og leiða fyllast örvæntingu
    2. Jákvætt áreiti sem einstaklingur metur að verðleikum er tekið frá honum, t.d. með skilnaði foreldra, sambandsslitum, atvinnumissi etc
    3. Neikvætt áreiti, t.d. verða fyrir misnotkun, ofbeldi eða öðru afbroti
45
Q

Cohen - Kenning um myndun menningarkima

Menningarkimi afbrota

A
  • Menningarkimar afbrota eru til því þeir eru lausn á vandamáli
  • Verða til í fátækrahverfum
  • Lágstéttarkrakkar eru aldir öðruvísi upp en millistéttarkrakkar
  • Allir eru dæmdir eftir mælistiku millistéttarinnar
  • Skólinn er millistéttarfyrirbæri, millistéttargildi ráðandi þar
  • Aðrir hópar eiga erfitt uppdráttar - verða undir og upplifa status frustration
46
Q

Cloward og Ohlin

A
  • Differential opportunities - Bara þegar saman fara heft aðgengi að löglegum leiðum og gott aðgengi að ólöglegum leiðum koma afbrotamenn fram
  • Tegundir menningarkima og gengja endurspegla einkenni þeirra hverfa sem þeir þrífast í
  • Þrenns konar undirkimar sem afbrotaunglingar geta tekið þátt í:
    1. Criminal gangs: Hefðbundin og ólögleg gildi og hegðun fara saman í nánu samspili við ólögleg og lögleg viðskipti
    2. Conflict gangs: Verða til í hverfum þar sem miklar hræringar og óstöðugleiki er til staðar og fá tækifæri til frama á glæpabrautinni
    3. Retreatist gangs: Hefur mistekist að fóta sig bæði í lögmætum skilningi og í afbrotum og leggst í neyslu og almennan ógæfulífstíl
47
Q

Wolfgang og Ferracuti - Menningarkimi ofbeldis

A
  • Í sumum menningarkimum eru hegðunarviðmið skilgetin af gildiskerfi sem krefst þess að ofbeldi sé beitt
  • Ofbeldi er oft viðbrögð sem gert er ráð fyrir
  • Ofbeldi ekki álitið andfélagslegt og meðlimir finna ekki fyrir sektarkennd yfir valdbeitingu sinni
  • Þeir sem beita ekki ofbeldi geta verið ávíttir
  • Erfitt er að uppræta þessa menningu því hún berst frá einni kynslóð til næstu
48
Q

Rætur félagssálfræðilegra kenninga

A
  • Afbrot eru lærð - ekkert með meðfædda eiginleika að gera
  • Stefnt gegn Lombroso og öðrum líffræðilegum skýringum á afbrotum
  • Mótunin/lærdómurinn felur í sér tvennt: Aðferðir til að fremja glæpinn og hugmyndafræðina til að réttlæta athæfið
49
Q

Edwin Sutherland (1883-1950)

Kjarninn í sutherland

A
  • Afbrot eru ólíkleg þegar einstaklingurinn er oftar í tengslum við neikvæðar skilgreiningar á afbrotum - “vægi” tengslanna skiptir höfuðmáli!
  • Mikilvægasti mótandi aðilinn í lífi fólks að mati Sutherlands er jafningjahópurinn - vinahópurinn, fjölskyldan
  • Hann kom með hugtakið “white collar crime”

Sutherland kallaður faðir afbrotafræðinnar

50
Q

Matza og Sykes - Hugleysing og flakk

Félagsnámskenning - Neutralization and drift

A
  • Afbrot eru lærð, flestir afbrotaunglingar þekkja þó og virða hefðbundin, viðurkennd gildi en læra að afneita þeim þegar svo ber undir
  • Drift (flakka á milli) er lykilhugtak hjá Matza og Sykes. Einstaklingar eru hvorki frjálsir né þvingaðir til athafna heldur geta auðveldlega flakkað/færst (driftað) á milli löghlýðni og afbrota eftir aðstæðum.
  • Matza og Sykes leggja höfuð áherslu á hvernig brotamenn eyða sektarkennd sem síðan veikir tengsl einstaklingsins við viðmið samfélagsins
51
Q

Matza og Sykes - Hvaða fimm tæknir/aðferðir beita gerendur brota til að eyða sektarkennd (neutralization)?

A
  1. Afneita ábyrgð: Ekki mér að kenna að svona fór - var t.d. fullur eða dópaður
  2. Afneita tjóni: T.d. “enginn tapaði”, “allt var tryggt”, “ég ætlaði alltaf að borga til baka”
  3. Afneita fórnarlambinu: Vegna kringumstæðna átti þolandinn ofbeldið skilið, gert lítið úr fórnarlambinu
  4. Samfélagið er spillt: Færa sökina á aðra, þeir eru verri en ég
  5. Samkennd með vinum: Oft yngri brotamenn sem segjast bara hafa fylgt þeim eldri í hópnum
52
Q

Travis Hirschi (1935-2017) - Félagslegt taumhald

Social Control kenningin - fyrst sett fram í bókinni hans Causes of Delinquency

A
  • Bendir á skýringasamhengi í annarri röð eftir mikilvægi, ekki ósvipað félagsfræðilegum kenningum.
  • Veik félagsleg tengsl einstaklings - fyrsta afbrot - þá lærir hann að eyða sektarkennd (neutralization) - sem síðan leiðir til endurtekinna afbrota. - Félagsleg tengsl eru í forgrunni.
  • Hann skiptir félagslegum tengslum okkar niður í fernt:
    1. Attachment (geðtengsl, tilfinningatengsl): Eftir því sem tengslin við nákomna eru jákvæðari og sterkari eru minni líkur á afbrotum. Þér er ekki sama um aðra, samkennd skapast með öðrum.
    2. Commitment (skuldbinding): Ef þú hefur markmið í lífinu þá viltu ekki fórna því fyrir skammtímagróða
    3. Involvement (þátttaka): Ef maður er upptekinn þá er minni tími fyrir afbrot
    4. Belief (viðhorf): Ef þú trúir á samfélagið þá viltu ekki ganga gegn því

Hvers vegna erum við ekki öll í afbrotum er megin spurning Hirschi

53
Q

Lemert (1951) - 1. og 2. stigs frávik

A

1.stigs frávik (Primary deviance):
* Á fyrsta stigi fremuru brot án þess að líta á þig sem brotamann og án þess að aðrir geri það heldur, gleymist líka fljótt.

2.stigs frávik (Secondary deviance):
* Á 2. stigi frávika ertu gripinn og aðrir líta á þig sem þjóf, dópara og smám saman gerir þú það líka, það verður hluti af sjálfsmynd þinni að vera brotamaður.

54
Q

Þroska/Lífsferilskenningar (developmental-, life course)

A
  • Þessar kenningar í afbrotafræði reyna að varpa heildrænu ljósi á brotaferilinn og ná utan um upphaf hans, framhald og enda
  • Rannsókn Glueck hjónanna um miðja 20.öld (Social Predictions Tables) lagði grunninn að lífsferilskenningum; með því að samþætta líffræðilega, sálfræðilega og félagslega þætti sem tengjast viðvarandi brotahegðun - þau söfnuðu tölfræðilegum upplýsingum um brotaferil fólks
  • Trajectories, Transitions, and Turning Points:
    Mikilvæg lífsreynsla getur leitt til stefnubreytingar í lífsstefnu; þetta er kallað vendipunktur - ganga í klíku, misnotkun, áfall, útskrifast úr menntaskóla, hjónband, eignast barn etc
55
Q

Þroska/Lífsferilskenningar Sampson og Laub (1993)

Eru kannski frægustu fræðingarnir sem hafa beitt þessum kenningum

A
  • Ýmsar leiðir til brota og frávikshegðunar - líka slóðir aftur til hlýðni (e. desistance)?
  • Notuðu gögn Glueck hjónanna sem safnað hafði verið tæpri hálfri öld áður
  • Flest börn í vanda/afbrotaunglingar hætta í afbrotum - bæði stöðugleiki og breytileiki í afbrota- og frávikshegðun yfir lífshlaupið
  • Óformlegir taumhaldsþættir (informal social control) - Oft stöðugir en geta tekið breytingum í lífshlaupinu, einkum þegar einstaklingurinn flyst milli æviskeiða (turning points, life-course transitions). - Bundnir við æviskeið (age-graded).
56
Q

General Theory of Crime (Gottfredson og Hirschi, 1990)

A

Tilhneigingin til að fremja glæp tengist hvatvísi (impulsivity) í persónuleika og skorti á sjálfstjórn (self control)
Hvað veldur hvatvísi?
Undirrótin er rakin til ófullnægjandi uppeldisvenja hjá barni sem byrja fljótlega eftir fæðingu og geta haft áhrif á þróun tauga - Rannsóknir benda til þess að hvatvísi kunni að eiga sér líffræðilegar rætur
Breytileiki á tíðni afbrota
Tengist í senn tilhneigingu til afbrota og tækifærum til að fremja afbrot
Self-control and crime
Útskýrir öll afbrigði af refsiverðri hegðun og fylgni félagslegra og atferlis þátta við glæpastarfsemi, allt frá búðahnupli til hvítflibbaglæpa

57
Q

Róttækari útgáfan af átakakenningum (Critical eða Radical Criminology)

A
  • Afbrot eru viðbrögð hinna eignalausu við ójafnri dreifingu lífsins gæða sem markaðsþjóðfélagið (kapítalisminn) elur af sér.
  • Lögin vernda og styrkja muninn milli þeirra sem eiga fjármagn og þeirra sem ekki eiga.
  • Róttæka sjónarhornið er stéttagreining í efnahagslegum skilningi - efnahagsleg staða er áhrifamesta breytan og sú eina sem skiptir höfuðmáli. Sterkari en kyn, kynþáttur, menning etc.
58
Q

Hollendingurinn W. Bonger (1876-1940)

Radical Criminology

A

Orsakir afbrota:
1. Skortur og örvænting þeirra lægst settu plægir jarðveg fyrir auðgunar- og ofbeldisbrot.
2. Græðgi og eigingirni hampað í hugmyndafræði kapítalismans (markaðshyggjunnar) á kostnað samkenndar og samhjálpar - okkur verður sama um náungann, finnum ekki eins til samkenndar - og afbrot eru ein afleiðingin.

Hvað á að gera? (Skv Bonger)
* Róttæk uppstokkun í efnahagslegu og pólitísku tilliti - sem tryggi efnahagslegt og pólitískt lýðræði - Lýðræði vantar á efnahagslegu hliðinni.
* Þá mun rót afbrota hverfa - ef einhver afbrot halda samt áfram er þá um veika einstaklinga að ræða sem þarf að meðhöndla eins og aðra sjúklinga.

59
Q

R. Quinney - Class, State & Crime (1977)

Radical Criminology

A

Hann skiptir kenningunni í tvennt:
1. Ríkisvaldið styður og er jafnvel hluti af ráðandi stéttum í atvinnulífinu og í fjármálaheiminum - er í raun einn og sami hópurinn - svipaður bakgrunnur, menntun etc
2. Refsilögin eru tæki ríkisvalds og ráðandi stétta til að viðhalda ríkjandi efnahagskerfi; vernda fyrst og fremst “eignaréttinn” þeirra sem eiga.

60
Q

Taylor, Walton og Young (1973) - New Criminology

Radical Criminology

A
  1. Afbrot eru skilgreind sem atferli einstaklinga (þeir álitnir velja og hafna) en TWY telja að með því sé litið framhjá pólitískum og efnahagslegum ójöfnuði sem skilyrðir og ýtir undir afbrotahegðun; afbrotahegðun byggi ekki á frjálsu vali. – Gagnrýna þarna hefðbundna afbrotafræði ekki síst klassískar kenningar.
  2. Afbrot eru pólitískt fyrirbæri en ekki spurning um sjúkleika eða afbrigðilegheit - eru eitt birtingarform stéttaátaka. Eru afleiðing og viðbrögð við pólitískum og efnahagslegum ójöfnuði.
61
Q

Gagnrýni á róttækar átakakenningar

A

Beirne: Benti á að Radical Criminology séu of einhliða/vélrænar í nálgun sinni
Skipti þeim í tvennt:
1. Instrumentar kenningar: Fela í sér nauðhyggjulegt/vélrænt samband (td Quinney), að refsilögin séu alltaf tæki ráðandi stéttar í öllum tilfellum
2. Structural: Eru sveiganlegri í framsetningu sinni á tengslunum (td eins og Blau & Blau). Ríkisvaldið hafi tilhneigingu til að draga taum ráðandi stétta en ekki alltaf í öllum tilfellum.

Toby og Clockars:
* Radical átakakenningar dragi upp of rómantíska mynd, afbrot séu ekki bara til að komast af heldur einnig eftirsókn eftir lúxus og þægindum.
* Því sæki menn í afbrot, ekki bara út af neyð heldur oft spennu eða einfaldlega eftir “kikki”.

62
Q

Left Realism

(gagnrýni á róttækar afbrotakenningar

A

Þarna kemur Left Realism inn sem tekur mið af þessari gagnrýni (á róttæku afbrotakenningunum) - afbrot komi einnig niður á lægri stéttum sem verði fyrir barðinu á afbrotum eins og aðrir - verði að taka taumhald á afbrot alvarlega.

63
Q

Reintigrative shaming - John Braithwaite

A

Skömm er öflugt tól til óformlegs félagslegs taumhalds - tvær gerðir:
Fordæming (Stigmatization): Samfellt ferli niðurbrots þar sem brotamaður er stimplaður sem vond manneskja og rekinn út úr samfélaginu. Ýtir undir afbrotamenningarkima og frekari afbrotahegðun - Slaufun í samtímanum?
Uppbyggileg skömm (Reintigrative shaming): Vanþóknun á athæfi brotamanna, en á sama tíma er litið á þá sem manneskjur með réttindi sem samfélagið getur tekið á móti aftur. - Hvetur fylgni við lögin og dregur úr líkum á áframhaldandi afbrotum. (T.d. sáttamiðlun)

64
Q

Uppbyggileg réttvísi (Restorative justice)

A
  • Byggir á þeirri hugmyndafræði að leitast er við að ná sáttum með brotamanni og brotaþola í kjölfar afbrots
  • Brotamaður verður að viðurkenna og sæta ábyrgð á brotinu
  • Þolandi og gerandi verða að samþykkja sáttamiðlun
  • Bæta tjón brotaþola
  • Sameiginleg lausn fundin með aðilum málsins í stað ópersónulegrar stofnunar eins og dómstóla
65
Q

Kostir og gallar sáttamiðlunar

A

Kostir:
* Ódýrara og fljótvirkara úrræði en hefðbundin leið gegnum réttarvörsluna
* Málsaðilar hafa meiri áhrif í hvernig tekið er á deilunni
* Endurvekur lýðræðisleg gildi - aðilar taka þátt af fúsum og frjálsum vilja

Gallar:
* Réttaröryggi teflt í tvísýnu - of óformleg ferli
* Kunni að vera andstætt jafnræðissjónarmiðum, sá sterkari verður ofan á - sáttamiðlari gæti haft of mikil áhrif
* Ekki víst að sambærileg mál hljóti sömu afgreiðslu (það er nú samt bara í eðli málsins, allir eiga að finna sína eigin lausn)