Afbrotafræði Flashcards
Hver er munurinn á afbrotafræði (criminology) og sakfræði (criminal justice)?
Afbrotafræði:
- Skoðar skýringar (rætur), tíðni (umfang) og eðli afbrota í samfélaginu
Sakfræði:
* Skoðar stofnanir sem hafa með félagslegt taumhald að gera - lögreglan, dómstólarnir og fangelsin
* Rannsakar:
* Ákvarðanaferli, aðgerðir
* Skilvirkni lögreglu, dómstóla og fangelsa
* Sanngjarna meðferð gerenda, þarfir þolenda og áhrif breytinga í hugmyndafræði á dómahegðun
Hvað er frávik (deviance)?
Frávik lýsir hegðun sem brýtur á bága við menningarlega skilgreind viðmið, þ.á.m. lög.
Samstöðusjónarhornið (concensus view: Klassískar og pósitífiskar kenningar)
Þessar kenningar eru sammála um að:
- Lögin eru í hag allra í samfélaginu og endurspegla gildi þess
- Afbrotahegðun er athæfi sem er refsivert - brýtur gegn refsilögum
- Afbrot eru athæfi sem vekja andúð í samfélaginu öllu - valda samfélagslegum skaða
Átakasjónarhornið (Conflict View of Crime)
- Refsilög endurspegla gildi og hagsmuni ráðandi stéttar í samfélaginu
- Samfélagið er fjölbreytt safn þjóðfélagshópa sem skapar ágreining og átök á milli hópa
- Lögin eru “biased” og gerð af ráðandi stétt til að viðhalda núverandi kerfi sem heldur þeim á toppinum
- “Strætaglæpir” vs “hvítflibbabrot”
- Hvítflibba afbrotamenn fá mun vægari dóma
Samskiptasjónarhornið (Interactionist View of Crime)
- Skilgreining á því hvort hegðun sé glæpsamleg er túlkunaratriði
- Skilgreiningin á fráviki er ekki sjálfgefin
- Hún sprettur af gildismati eða hagsmunum einstaklinga eða hópa sem koma henni svo á framfæri
- Moral entrepreneurs (siðapostular) - Hópar með félagsleg völd fara í herferðir að segja að eitthvað eigi að vera talið glæpsamlegt eða að eitthvað sem er talið glæpsamlegt eigi ekki að vera það.
Tvískipting afbrota
Mala in se afbrot:
- Eru ill í sjálfu sér, t.d. morð, nauðgun, rán o.s.frv
- Ákvæði í lögum um þessi afbrot breytast lítið yfir tíma
Mala prohibitum afbrot:
- Lögin endurspegla ríkjandi siðferði
- Victimless crimes, t.d. klám, vændi, fíkniefnaneysla o.s.frv
Hver eru viðfangsefni afbrotafræðinnar?
Tölfræði afbrota (criminal statistics)
- Tíðni afbrota í samfélaginu rannsökuð
Framsetning kenninga og prófun
- Skýringar á afbrotum
Félagsfræði laga, réttarfélagsfræði (sociology of law)
- Félagslegur jarðvegur lagasetningar
- Endurspegla lögin hagsmuni allra?
Viðurlög, refsifræði (penology), og félagslegt taumhald
- Rannsóknir til að meta árangur
Þolendarannsóknir (victimology)
- Brot sem eru ekki tilkynnt til lögreglu
- Kostnaður vegna skaðsemi brota
Hverjar eru þrjár megin ástæðurnar fyrir því að mæla afbrot?
- Til að prófa kenningar um afhverju fólk brýtur lögin
- Bæta þekkingu okkar á eiginleikum ólíkra afbrota
- Þjóna þörfum stofnana í réttarvörslukerfinu
Tegundir laga
BNA vs Ísland
Bandaríkin: Penal code: Felonies, misdemeanors, violations
Ísland: Hegningarlög, sérrefsilög (t.d. bókhaldsbrot, skattabrot etc), umferðarlög
Þolendakannanir (Victimization Surveys)
Kostir og gallar
- Innan við helmingur allra brota eru tilkynnt til lögreglu
- Þolendakannanir fylla upp í myndina af þeim afbrotum sem eiga sér stað
Kostir:
* Gefa hugmynd um heildarfjölda brota árlega, ekki aðeins það sem er tilkynnt til lögreglu
* Geta gefið hugmynd um af hverju brot eru ekki tilkynnt
Gallar:
* Svarendur geta oftúlkað og skilgreint atvik sem afbrot, þó svo sé ekki
* Svarendur geta misminnt hvenær þeir urðu fyrir afbroti (telescoping)
* Svarendur geta sleppt að greina frá afbrotum af skömm eða gleymsku
* Úrtaksskekkjur, svarhlutfall, skilningur á spurningum og skráning
Tegundir afbrota (Crime Typologies)
Ofbeldisbrot:
* Manndráp, líkamsárásir, heimilisofbeldi, slagsmál o.fl.
Kynferðisbrot:
* Nauðgun, kynferðisbrot gegn börnum, vændi o.fl.
Auðgunarbrot:
* Rán, innbrot, hnupl, fjársvik o.fl.
Fíkniefnabrot:
* Neysla, sala, framleiðsla, innflutningur
Mælingar á eiginleikum afbrotamanna
Hvaða eiginleikar eru mældir?
Aldur, kyn, félagsleg staða og kynþáttur
Kannanir á brotahegðun (self-report studies)
Skilgreining og gagnrýni á þær
- Svarendur eru spurðir út í þátttöku þeirra í brotum
- Nafnleynd og trúnaður lykilatriði
- Innihalda gjarnan spurningar um viðhorf, gildi og hegðun
- Geta gefið mikilvæga innsýn í áhrifaþætti afbrotahegðunar
Gagnrýni:
* Óraunhæft að fólk viðurkenni fúslega brotahegðun sína í könnunum
* Fólk ýmist ýkir eða gleymir brotum eða misskilur um hvað er spurt
* Brotfall í úrtakshópum, t.d. innan skóla, hverjir eru í þeim hópi??
* Hópurinn sem er mest í afbrotum er líklegast utan seilingar kannana
* Nákvæmni í svörum getur verið breytileg eftir kyni og þjóðfélagshópi
Cesare Beccaria (1738-1794)
Frumkvöðull klassíska skólans
- Ítalskur stærðfræðingur/hagfræðingur
- Var undir miklum áhrifum af “tíma upplýsingarinnar”, tilkomu borgarsamfélaga og menntastéttanna
- Maðurinn hugsar fyrst og fremst um sinn eigin hag, eigingjörn vera sem vill hámarka hagnað/ánægju og lámarka tjón/þjáningu
- Ef tækifærið gefst þá munum við brjóta af okkur ef við teljum okkur muna græða á því - allir hugsa eins - afbrot eru frjálst val.
- Reasoning and purposeful actor - man as a free agent
“Purposeful actor” er lykilatriði í klassíska skólanum eins og Beccaria mótaði hann
On Crimes and Punishment eftir Beccaria (1764)
Höfuðrit klassíska skólans - eigum að þekkja þetta rit
- Vildi að það væri jafnvægi í afbrotum og refsingum, refsingin á að endurspegla alvarleika brotsins - var mjög róttækt á sínum tíma.
- Meginmarkmið var að koma í veg fyrir mútur og geðþóttaákvarðanir dómstóla (dómarinn fékk bara að ákveða hvaða dóm hann gaf).
- Hann var á móti pyntingum til að fá fram sakfellingu - vildi ekki falskar játningar.
Hvernig á samfélagið að bregðast við til að koma í veg fyrir afbrot? (samkvæmt Beccaria)
Hér kemur líka Bentham smá inn
- Gera afleiðingar afbrotsins verri heldur en ánægjan/hagnaðurinn sem kæmi frá því að fremja það.
- Vera með lög og réttarríki sem skilgreinir öll afbrot og tilhafandi refsingar sem eru aðeins þyngri en hagnaðurinn af brotinu - fæling mikilvægust (Bentham).
- Skynsemi fólks mun leiða til þess að það velji löghlýðni og að fylgja viðmiðum samfélagsins.
- Betra að fæla heldur en að refsa - refsingar notaðar sem forvörn sem er hagkvæmara og ódýrara fyrir samfélagið.
Jarðvegur Klassíska skólans
Hvað var í gangi sem olli því að hugmyndafræði klassíska skólans var stofnuð?
- Áður voru yfirnáttúrulegar skýringar áberandi, brotamenn andsetnir og það leiddi til brotanna, íkamlegar refsingar áberandi
- Þegar upplýsingaöldin kom á 18.öld áttu bæði kirkjan og konungsveldið undir högg að sækja
- Lýðræði var að sá rótum á 18.öld, almenningur á að ráða sínum málum, ekki kóngar og keisarar. Einstaklingurinn velur sér sinn valdhafa.
- Nytsemdarhyggjan kom til sögunnar (utilitarianism). Stefnt að sem mestri hamingju fyrri sem flesta - almannahagur - þetta er jarðvegurinn sem klassíski skólinn sprettur upp úr.
Hverjar eru meginforsendur Klassíska skólans?
5 megin atriði
- Einstaklingurinn hefur frjálsan vilja - getur valið annað hvort ólöglegar eða löglegar leiðir
- Ólöglegar leiðir geta verið meira freistandi - meiri hagnaður fyrir minni vinnu
- Hægt er að koma í veg fyrir að fólk velji ólöglegar leiðir með samfélagslegum/réttarfarslegum viðbrögðum
- Viðbrögðin/refsingin verður að valda meiri sársauka en hagnaðurinn sem kemur frá afbrotinu
- Viðbrögðin verða að vera:
* A) Áreiðanleg (certain) - þ.e. handtaka, dómur og refsing verða að vera áreiðanleg (brotamaðurinn má ekki sleppa)
* B) Skjótvirk (swift) - tími frá broti og til refsingar má ekki vera of langur
* C) Refsingin verður að samsvara alvarleika brotsins
Nýklassíski skólinn
Ríkjandi víðast í dag, klassíski skólinn nema uppfærður fyrir nútímaleg viðmið.
(Bara grundvallar atriðin, útfærsla hans er útskýrð betur í 4 punktum á næsta spjaldi)
- Sakhæfi miðast við tiltekinn aldur, heilbrigði etc
- Persónueinkenni skipta máli - afplánunarúrræði mismunandi eftir brotamönnum - gat einstaklingurinn gert greinarmun á réttu og röngu?
- Ekki sama refsing fyrir alla
Útfærsla Nýklassíska skólans í dag
Markmiðið er að draga úr brotum, hefur verið útfært á a.m.k. ferns konar máta í nútímasamfélögum.
- Draga úr möguleikum til að fremja brot með tilteknum aðgerðum á vettvangi (Situational Crime Prevention) - t.d. með hönnun íbúðahverfa, verslana, uppsetningu á öryggiskerfi, myndavélum, aukinni ljósanotun og eftirliti
- Sértæk fæling (Specific deterrence): Refsa geranda fyrir brot sitt - draga þannig úr ítrekun brotamannsins sjálfs (nýjum afbrotum)
- Almenn fæling (General deterrence): Fæla aðra einstaklinga frá því að fremja sama brot - dregur þannig almennt úr tíðni afbrota í samfélaginu
- Innilokunarleiðin - taka síafbrotamenn úr umferð (Incapacitation Stratagies; Selective Incapacitation), afbrotamenn valdir eftir tilteknum einkennum (high risk offenders) - Hefur leitt til fangelsissprengingar með tilheyrandi kostnaði og árangur er óljós.
- Brotamenn eldast oft frá brotum og þegar þriðja brotið kemur eru þeir oft á leið út úr brotum en enda þá í lífstíðarfangelsi á kostnað skattgreiðenda…
Routine Activities Theory
Þrír þættir einkenna brot og líkurnar á því að þau verði framin
- Motivated offender (viljugur gerandi, ásetningur til að fremja brot): Gerandi sem er ákveðinn í því að brjóta af sér
- Suitable target (heppilegt viðfang, berskjaldað, óvarið): Það þarf að vera til staðar eitthvað viðfang sem þú hefur tækifæri til þess að brjóta á
- Lack of Guardians (skortur á eftirliti): Það þarf að vera skortur á því að einhver sé að vernda viðfangið, er einhver að fylgjast með því?
Hver er almenna niðurstaðan um tengsl dauðarefsinga og manndrápa
Margar rannsóknir nefndar sem hafa verið gerðar á þessu viðfangsefni
- Dauðarefsingar hafa ekki meiri fælningarmátt heldur en lífstíðarfangelsi
- Almennt metið í dag að sambandið sé óvíst eða óverulegt
Gagnrýni á klassíska skólann
4 atriði
- Engin almennileg staðfesting sem sýnir að allir fái jafn mikla ánægju út úr sama atferli/broti - sektarkennd plágar amk sum okkar.
- Hefur verið bent á það að það sé vafasamt að allir þjáist á sama hátt við sömu refsingu
- Ofuráhersla á skynsemi mannsins. Vafasamt að allir séu alltaf skynsamir í vali, aðstæður geta haft áhrif á val.
- Forsendur of huglægar - ekki nógu vísindalegar. Ánægja og þjáning illmælanleg hugtök.
Pósitífismi í afbrotafræði felur í sér hvaða tvö meginatriði?
- Staðfestuhyggju (determinism)
- Aðeins þekking sem byggir á vísindalegri nálgun er gild
Nokkrir fræðimenn í Líffræðilegum Pósitífisma
Cecare Lombroso (1835-1909)
* Gaf út Criminal Man
* Frjáls vilji leystur af hólmi með staðfestuhyggju
* “Born Criminal” - Fólk fæðist með ákveðin einkenni frá foreldrum sínum annað hvort óbeint (geðveiki, sífilis, alkahólismi) eða beint (foreldrar eru afbrotamenn)
Enrico Ferri (1856-1929):
* Sammála Lombroso um líffræðilegar orsakir afbrota en kom auga á fleiri orsakaþætti: Geðsýki, meðfæddir eiginleikar, siðræn upplausn, óstjórnleg ástríða, umhverfisþættir
Raffaele Garofalo (1852-1934):
* Á móti klassíska skólanum og hugmyndinni um “frjálsan vilja”
* Undir áhrifum af Lombroso en sá ýmsa galla í kenningu hans og var ekki eins fastur í líffræðilegum skýringum
* Rakti rætur afbrotahegðunar til siðferðislega vankanta
* Afbrot tilkomin vegna erfða
* Vesöld leiðir til “gallaðra einstaklinga”
Erfðir og afbrotahneigð
Bein áhrif:
Ákveðin genauppbyggin erfist frá foreldrum og ýtir undir árásargirni og frávikshegðun
Óbein áhrif:
Ákveðin genauppbygging ásamt hegðun, viðhorfum, og persónueinkennum eykur líkur á afbrotum