8. Kafli - Vöðvar: nöfn + hreyfing Flashcards
Musculus frontalis:
Ennisvöðvi, sér um að lyfta augabrúnunum og hrukkar enni
Musculus orbicularis oculi:
Hringvöði auga, sér um að loka augum
Musculus orbicularis oris:
hringvöðvi munns, sér um að loka vörunum og gera stút á munninn
Musculus zygomaticus major:
Stóri kinnvöðvi, sér um að draga munnvik upp og til hliðar
Musculus buccinator:
Vangavöðvi, er aðal kinnvöðvinn, þrýstir kinn að tönnunum.
Musculus masseter:
Tyggivöðvi, sér um að lyfta neðri kjálka og loka munni
Musculus temporalis:
Gagnaugavöðvi, lyftir neðri kjálka og lokar munni
Musculus sternocleidomastoideus:
Höfuðvendir, sér um að beygja háashrygg ef báðir spennast samtímis, ef annar spennist snýst höfuðí gagnstæða átt við spenntan vöðva
Musculus rectus abdominis:
kviðbeinn, sér um að beygja hryggsúlu, aðallega lendarsvæði, eykur þrýsting í kviðarholi
Musculus obliquus externus:
ytri skávöðvi, er í neðstu átta rifunum og saman sjá þeir um að beygja hryggsúlu og auka þrýsting í kviðarholi, spenna í öðrum vöðvanum hliðbeygir og snýr hryggsúlu
Musculus obliquus internus:
innri skávöðvi, er í neðstu þremur rifunum og saman sjá þeir um að beygja hryggsúlu og auka þrýsting í kviðarholi, spenna í öðrum vöðvanum hliðbeygir og snýr hryggsúlu
diaphragma:
Þind, myndar gólf brjósthols, spennist niður við öndun
Musculus intercostales externi:
Ytri millirifjavöðvar, sjá um að lyfta brjóstkassanum við innöndun
Musculus intercostals interni:
Innri millirifjavöðvar, sjá um að draga brjóstkassann niður við áreynsluútöndun
Musculus trapezius:
Sjalvöðvi, mismunandi hreyfingar vöðvans geta gert honum kleift að: lyfta herðablaðinu, dregið það niður, aðfært það, snúið því, getur líka rétt höfuð
Musculus serratus anterior:
Fremri síðusagtenningur, sér um scapula og snýr henni upp, lyftir rifjum ef scapula er fexeruð
Musculus pectoralis major:
stóri brjóstvöðvi, sér um aðfærslu og medial snúning handleggs
Musculus latissimus dorsi:
bakbreiðvöðvi, sér um að rétta, aðæra og snúa upphandlegg medialt í axlarlið, dregur handlegg niður og aftur
Musculus deltoideus:
axlarvöðvi, miðhluti hans framfærir upphandlegg í axlarlið, framhluti beygir og snýr upphandlegg medialt, afturhluti réttir úr upphandlegg og snýr lateralt.
Musculus biceps brachii:
upparmstvíhöfði, sér um að beygja framhandlegg um olnboga og rétthverfir hönd
Musculus brachioradialis:
Upparms- og sveifarvöðvi, sér um að beygja framhandlegg um olnboga
Musculus triceps brachii:
upparmsþríhöfði, sér um að rétta framhandlegg um olnboga
Musculus flexor carpi radialis:
sveifarlægur úlnliðsbeygir, sér um að beygja og fráfæra hönd um úlnlið
Musculus flexor carpi ulnaris:
Ölnarlægur úlnliðsbeygir, sér um að beygja og aðfæra hönd um úlnlið