1. Kafli. Kynning Á Mannslíkamanum Flashcards
(Anatomy) er enska nafnið á…
Líffærafræði
Physiology er enska heitið á…
Lífeðlisfræði
Hvaða fræðigrein fjallar um það hvernig líkaminn er byggður upp?
Líffærafræði (Anatomia)
Hvaða fræðigrein fjallar um það hvernig líkaminn starfar?
Lífeðlisfræði (physiologia)
Nefndu 3 undirgreinar líffærafræði (anatominu)
- Gróf líffærafræði (þar sem líffæri eru skoðuð með berum augum, t.d. Við krufningu)
- Vefjafræði (þar sem vefir eru skoðaðir með smásjám)
- Meinafræði (þar sem áhrif sjúkdóma eru skoðuð)
Hvað köllum við “pathology” á íslensku og hvað fjallar hún um?
Meinafræði, hún fjallar um áhrif sjúkdóma á líkamann.
Hvað köllum við histologíu á íslensku og hvaða verkfæri er oft notað í henni?
Vefjafræði, smásjár eru oft notaðar til að rannsaka vefi
Hvað er lífveru skipt í mörg “skipulagsstig”?
Sex
Hver eru fyrstu (minnstu) tvö skipulagsstig lífvera?
- Efni sem raðast saman í 2. Frumur
Hvert er þriðja skipulagsstig lífvera? (Hvað verður til þegar frumur raðast saman?)
- Skipulagsstigið eru vefir.
Til eru beinvefir, vöðvavefir og allskonar. Meira að segja blóð er vefur.
Hver eru 4. Og 5. Skipulagsstig lífvera?
- líffæri mynda líffærakerfi
*til dæmis eru hjartað og æðarnar (5) hlutar af blóðrásarkerfinu (6).
Hvert er 6. Og síðasta skipulagsstig lífvera?
Lífveran sjálf.
Hve mörg líffærakerfi eru talin upp í kafla eitt?
Tíu
Hvaða líffærakerfi er yst á líkamanum?
Það er þekjukerfið sem er húðin.
Hvaða líffærakerfi heldur líkamanum uppi?
Það er beinakerfið