Nýrnasjúkdómar Flashcards
Aðeins um nýrung (Nephron)
- milljón nýrunga sem fækka svo um fertugt
- Gaukull (glomerulus) 0,2 mm í þvermáli
- Nærpíplur 15km
Nefndu nokkur dæmi um efni sem síast í gegnum gaukulhimnuna (Glomerulus-himnuna)
Sölt, sykur og lítil prótein t.d
Efna- og vökvajafnvægi
- Hvert er hlutverk nýrna og hver eru einkenni ef þessi hlutverk klikka?
- Vökvajafnvægi –> of mikill eða lítill, blóðþrýstingur
- Úrgangsefni –> einkenni v. upphleðslu eiturefna
- Steinefni –> Na, K, Ca/PO4
- Sýru-basa jafnvægi –> HCO3, blóðgös, ÖT
Hormónastarfsemi
- Hvert er hlutverk nýrna og hver eru einkenni ef þessi hlutverk klikka?
- Erythropoietin (eykur blóð) –> blóðleysi
- 1,25- (OH)2-Vitamin D –> beinsjúkdómur, Ca/PTH
- Renin-Angiotensin –> blóðþrýstistjórnun
Mat á nýrnasjúklingi
- Hvað skal hafa í huga við sögu og skoðun á sjúklingi?
Almenn:
- merki um ‘‘system’’ sjúkdóma (t.d gigtarsjúkdómar, hjartasjúkdómar, sýkingar o.fl)
- Einkenni krónískrar nýrnabilunar
Frá þvagfærum:
- tíðni þvagláta, næturmiga, mikil (polyuria), lítil (oligo/anuria)
Lyfjasaga:
- Ef lyf tekin staðbundið eða í lausasölu (t.d bólgueyðandi lyf, getur haft áhrif)
*system sjúkdómar = sjúkdómar sem leggjast á mismunandi líffærakerfi
Mat á nýrnasjúklingi
- Hvað skal hafa í huga þegar sjúklingur er metinn?
- Lífsmörk: BÞ, hjartsláttur, ÖT
- Mat á vökvaástandi
- Meðvitundarástand
Hvernig metum við vökvaástand sjúklings?
- Lífsmörk: BÞ, púls, Orthostatismi
- Bjúgur: hversu hátt nær bjúgurinn? getur náð upp að kvið eða jafnvel allur líkaminn
- Slímhúð í munni
- Þorsti
- Húð turgor
Hvernig er húð turgor metinn hjá….
- Yngra fólki?
- Eldra fólki?
Yngra fólki: Handabak
Eldra fólk: Brjóstkassi
Hvernig mælum við Orthostatisma til að meta vökvaástand?
- Mæla BÞ og púls liggjandi
- Láta sjúkling standa og mæla BÞ standandi eftir 1 mín og 3 mín
Hvað gerist í BÞ og púls ef Orthostatismi er jákvæður (vökvaskortur)?
- Systóla fellur a.m.k 20 mmHg
- Diastóla fellur a.m.k 10 mmHg
- Hjarsláttur hækkar 30 bpm
Hvernig sjáum við að það er ofhleðsla á vökvaástandi?
- Bjúgur (muna að vökvi leitar niður) t.d á fótum og kringum augu
- Of hár BÞ
- > þyngd
Hvernig sjáum við að það er tap á vökvaástandi?
- Svimi, þorsti
- Orthostatismi
- Þurrar slímhúðir
- <þyngd
Hver er orsök fyrir ofhleðslu á vökvaástandi?
- Hjartabilun: hjartað er ekki að pumpa eins og það á að gera–> blóð fer ekki til nýrna og nýrun ná ekki að losa vökvann sem þau eiga að gera.
- Skorpulifur
- Nýrnasjúkdómur
- Lyf: Amlodipin –> fótabjúgur
Hver er orsök fyrir tapi á vökvaástandi?
- Uppköst
- Niðurgangur
- Þvagræsilyf
- Blæðing
Hverjar eru 3 almennar rannsóknir?
Blóðhagur
- blóðleysi?
Sermi:
- Hátt Kreatínin og urea (uppsöfnun úrgangsefna) og bera saman eldri prufur!!
- Steinefni: aukið kalíum, fosfat og PTH (minnkað kalk og bíkarbónat (mælikvarði á sýringu))
Þvag (poor man’s kidney biopsy)
- Frumur, protein, eðlisþyngd, steinefni
Hvernig á að taka þvagsýni?
Mikilvægt er að það sé ekki mengað, þá sjást hvít blóðkorn og oft flöguþekjufrumur eru merki um mengað þvag.
Það þarf að taka miðbunuþvag og framkvæma neðanþvott áður.
Ef rauðu blóðkornin eru afmynduð, þá vitum við að…?
þau eru að koma frá nýrunum
Hvað er blóðmiga?
- Hvernig flokkuð
- Hvernig mæld
Blóðmiga er flokkuð í
- Macro- (stórsæ) vs. Microscopisk (smásæ)
- Viðvarandi (alltaf til staðar) og tilfallandi (kemur og fer)
- Gert er strimilpróf sem er næmt fyrir hemoglobin og myoglobin
- Ef við stixum blóð í þvagi –> skoða þarf betur með smásjá
- Blóðmiga frá nýrum ef blóðkorn eru afmynduð eða afsteypur rauðra blóðkorna
Hvað sjáum við úr þvagskoðun?
- Blóðmigu
- Próteinmigu (getur gefið okkur vísbendingu hvort truflun sé á starfsemi
- Mat á nýrnastarfsemi
- Starfsemi gaukla (gæði og magn)
- Starfsemi pípla
- Hormón
Starfsemi Gaukla - Gæðin
- Hvað sjáum við í eðlilegri þvagskoðun?
- Prótein < 300mg/24klst (nánast ekkert albúmín (<30 mg/24klst))
- Engar frumur
- Eigum ekki að sjá afsteypur
Hvernig er magnmæling proteina í þvagi gerð?
Sólarhringsþvag
- Aðferð: skrá tíma og tæma blöðru (í klósett). þvagi er svo safnað í 24klst (safndúnk). Söfnun líkur með því að blaðra er tæmd í safndúnk 24klst eftir tímaskráningu.
Spot albumin / kreatín hlutfall í þvagi
- Áætluð magn prótein í þvagi
Spot albúmín / kreatinín hlutfall í þvagi
- Hvernig er það reiknað ?
Margfalda niðurstöður með 10 - gefur áætlað tap á albúmíní mg/sólarhring.
Dæmi:
- þvag alb/krea hlutfall = 150 mg/mmól
- => áætlað magn albumins í þvagi/sólarhr: 150 x 10 = 1500 mg/sólarhring
Hvað er S-Kreatínín?
- Niðurbrotsefni Kreatíns
- S-Kreatinín er mælikvarði á GSH (gaukul-síunar-hraði)
- Styrkur Kreatiníns í sermi endurspeglar líka vöðvamassa
- Kreatín í vöðvum er notað til orkugjafar, það verður til niðurbrotsefni sem heitir Kreatinín (pissum því út)
Hvað ætti kreatín að vera í okkur?
- KVK
- KK
KVK = undir 90
KK = undir 100
Afhverju lækkar gaukulsíunarhraðinn og hvað gerist?
Gaukulsíunarhraðinn lækkar þegar starfsemi nýrna skerðist–> kreatinín hækkar
Gaukulsíunarhraðinn lækkar líka með aldrinum
Að mæla GSH
- Best að nota þetta, en ekki framkvæmanlegt nema í undantekningartilfellum
- Ísótópar: (líka seytrað um píplur), iothalamate, DTPA, Cr-EDTA, skuggaefni sem gefið er í æð
Starfsemi pípla
- Hversu mikið endurfrásoga píplur?
~1300 gr af NaCl (99%)
~275 gr af HCO3- (99,9%)
~180 gr af Glúkósi (99,9%)
~180 L af vatni (99%)
Hver er eðlilegur Gaukulsíunarhraði?
~ 100 ml/mín
Hvenær á að íhuga nýrnasýni?
- Próteinmiga, sérstaklega ef mikil (>1 gr/dag)
- Óútskýrð blóðmiga eða próteinmiga
- Bráð óútskýrð nýrnabilun o.fl
Afhverju tökum við nýrnasýni?
- Til að greina eða stiga sjúkdóm í nýrum
- Fyrir sýnatöku (blæðingapróf (PT, APTT, blæðitími), Hb
- Eftir sýnatöku (hætta á blæðingu): lega á dagdeild í 8 klst, fylgjast þétt með lífsmörkum, meta Hb 8 klst eftir sýnistöku og taka lífínu með ró í 10-14 daga
Nýrnasjúkdómur (bilun) - flokkun
Flokkum eftir tímalengd:
- langvinnur
- bráður
Flokkum eftir staðsetningu:
- Pre-renal (fyrir framan nýru)
- Renal (innan nýrna, þá gauklar, píplur og millivefur, vascular)
- Post-renal (fyrir aftan nýru)
Hvað er bráður nýrnaskaði?
- Skyndilegt tap á nýrnastarfsemi
- Hæækkun á kreatiníni (gamalt gildi til samanburðar)
- Meta undirliggjandi orsök nýrnabilunarinnar: pre-renal, renal og post-renal
Hvað er Post-Renal (fráfflæðisvandi) ?
- Hverjar eru orsakir?
- Eh sem gerist fyrir framan nýrun og hefur áhrif á þau
- Stíflur utan nýra (t.d æxli, steinar, frumuklasar, örvefur, blöðruhálskirtill
Orsakir (efri og neðri)
- Efri: þarf að loka báðum þvagleiðurum (ureterum) til að orsaka þvagþurrð (anuria)
- Neðri: þvagtregða eða -stopp
Post-Renal (fráflæðisvandi)
- Klínískt mat
- Meðferð
Klínískt mat:
- Saga
- þreifa blöðru, blöðruhálskirtill
- meta blöðrutæmingu (ómun eða eftir uppsetningu á þvaglegg)
Meðferð:
- Taka stíflu t.d setja upp þvaglegg
- Fá mat þvagfæraskurðlæknis
Hvað er Pre-Renal (aðflæðisvandi) ?
Eh sem gerist fyrir aftan nýrun, þegar allt er komið í gegn, eh sem truflar flæði þvags FRÁ nýrum.
Bráður nýrnaskaði - aðflæðisvandi:
- Vökva eða blóðtap
- Hjartabilun
- Sýklasótt / sepsis
Getur Pre-Renal verið afturkræft ?
Já ef gripið er nógu snemma inn í
- en getur leitt til skemmda á píplum ef langvarandi (þá flokkað sem renal - nýrnabilun)
Hver er meðferðin við Pre-renal (aðflæðisvanda)?
- Leiðrétta undirliggjandi orsök
- Blóð ef blóðskortur
- Vökvi ef vökvaskortur
- meðhöndla hjartabilun o.s.frv.
Hvaða lyf geta valdið nýrnaskaða?
Bólgueyðandi gigtarlyf:
- NSAID sem getur valdið bráðum nýrnaskaða sérstaklega í ákv hópum
ACE hemlar:
- Enalpril
- Ramýl
ARB:
- t.d blóðþrýstingslyf ivð hjartabilun, Valsartan