Lyflækningafræði Flashcards

1
Q

Eftirfarandi fullyrðingar um blóðleysi eru ýmist réttar eða rangar:

a) Konur hafa lægra gildi blóðrauða en karlar vegna tíða blæðinga - rétt rangt
b) Járnskortur er algengasta orsök macrocytísks blóðleysis - rétt rangt
c) Ferritín hækkar við járnskort - rétt rangt
d) B 12 frásogast neðst í smágirni (terminal ileum) - rétt rangt
e) Járnskortur myndast aðallega vegna lélegs mataræðis - rétt rangt

A

a) Konur hafa lægra gildi blóðrauða en karlar vegna tíða blæðinga - rétt

b) Járnskortur er algengasta orsök macrocytísks blóðleysis - rangt (MICROcytísks blóðleysis)

c) Ferritín hækkar við járnskort - rétt

d) B 12 frásogast neðst í smágirni (terminal ileum) - rétt

e) Járnskortur myndast aðallega vegna lélegs mataræðis - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Eftirfarandi fullyrðingar eru ýmist réttar eða rangar:

a) Eitilfrumukrabbamein er aðallega af T-frumu gerð BBB - rétt rangt
b) Plasmafrumur mynda mótefni - rétt rangt
c) Erythropoietin eykur framleiðslu rauðra blóðkorna í beinmerg - rétt rangt
d) Blóðsegar myndast oftast í bláæðum ganglima - rétt rangt
e) Litningarannsókn getur spáð fyrir um horfur sjúklinga með
bráðahvítblæði - rétt rangt

A

a) Eitilfrumukrabbamein er aðallega af T-frumu gerð BBB - rangt (það eru B-frumur)

b) Plasmafrumur mynda mótefni - rétt

c) Erythropoietin eykur framleiðslu rauðra blóðkorna í beinmerg - rétt

d) Blóðsegar myndast oftast í bláæðum ganglima - rétt

e) Litningarannsókn getur spáð fyrir um horfur sjúklinga með bráðahvítblæði - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Eftirfarandi fullyrðingar eru ýmist réttar eða rangar:

a) Bráðahvítblæði hjá börnum er oftast af eitilfrumuuppruna - rétt rangt
b) B 12 vítamín er oftast gefið á töfluformi - rétt rangt
c) Getnaðavarnarpillan eykur hættu á blóðtappamyndun fimmfalt - rétt rangt
d) Tíðni hvítblæðis eykst með aldri - rétt rangt
e) Beinascann er hjálplegt við greiningu myeloma - rétt rangt

A

a) Bráðahvítblæði hjá börnum er oftast af eitilfrumuuppruna - rétt

b) B 12 vítamín er oftast gefið á töfluformi - rangt (sprautuformi)

c) Getnaðavarnarpillan eykur hættu á blóðtappamyndun fimmfalt - rétt

d) Tíðni hvítblæðis eykst með aldri - rétt

e) Beinascann er hjálplegt við greiningu myeloma - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Eftirfarandi fullyrðingar eru ýmist réttar eða rangar:

a) Kjörmeðferð myeloma sjúklinga yngri en 65 ára er stofnfrumuígræðsla - rétt rangt
b) Philadelphia litningur, t(9;22), einkennir langvinnt kyrningahvítblæði (CML) - rétt rangt
c) Blóðleysi er algengara meðal karla en kvenna - rétt rangt
d) Eitilfrumukrabbamein er algengara meðal karla en kvenna - rétt rangt
e) Rituximab (CD20 mótefni) er notað við meðferð eitilfrumukrabbameina - rétt rangt

A

a) Kjörmeðferð myeloma sjúklinga yngri en 65 ára er stofnfrumuígræðsla - rangt (fyrst er lyfjameðferð)

b) Philadelphia litningur, t(9;22), einkennir langvinnt kyrningahvítblæði (CML) - rétt

c) Blóðleysi er algengara meðal karla en kvenna - rangt (konur fara á túr)

d) Eitilfrumukrabbamein er algengara meðal karla en kvenna - rétt

e) Rituximab (CD20 mótefni) er notað við meðferð eitilfrumukrabbameina - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Eftirfarandi fullyrðingar um eitilfrumukrabbamein eru ýmist
réttar eða rangar:
a) Nýgengi eitilfrumukrabbameina fer vaxandi - rétt rangt
b) Ónæmisbæling getur valdið eitilfrumukrabbameini - rétt rangt
c) Einkenni eru megrun, nætursviti og ógleði - rétt rangt
d) Stækkaðir eitlar eru oftast aumir átöku í
eitilfrumukrabbameinum - rétt rangt
e) Adriamycin (anthracyclin) getur valdið cardiomyopathiu - rétt rangt

A

a) Nýgengi eitilfrumukrabbameina fer vaxandi - rétt

b) Ónæmisbæling getur valdið eitilfrumukrabbameini - rétt

c) Einkenni eru megrun, nætursviti og ógleði - rétt

d) Stækkaðir eitlar eru oftast aumir átöku í
eitilfrumukrabbameinum - rangt (eru ekki aumir)

e) Adriamycin (anthracyclin) getur valdið cardiomyopathiu - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Eftirfarandi fullyrðingar um CLL eru ýmist réttar eða rangar:

a) CLL er sjúkdómur eldra fólks - rétt rangt
b) Eitlastækkanir eru algengar - rétt rangt
c) CLL er algengasta tegund hvítblæðis á Íslandi - rétt rangt
d) CLL er auðvelt að lækna - rétt rangt
e) Meðferð byggist f.o.f. á einkennum - rétt rangt

A

a) CLL er sjúkdómur eldra fólks - rétt

b) Eitlastækkanir eru algengar - rétt

c) CLL er algengasta tegund hvítblæðis á Íslandi - rétt

d) CLL er auðvelt að lækna - rangt
(þessi tegund er ólæknandi, haldið niðri með krabbameinslyfjum )

e) Meðferð byggist f.o.f. á einkennum - rangt
(litningabreytingar segja ti lum horfur og hvaða meðferð hentar best)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Eftirfarandi fullyrðingar eru ýmist réttar eða rangar:

a) Beinmergsflutningur er fyrsta meðferð flestra sjúklinga með CML - rétt rangt
b) A-vítamín afleiða er notuð til meðhöndlunar undirgerðar AML - rétt rangt
c) Hodgkin´s sjúkdómur greinist aðallega eftir 60 ára aldur - rétt rangt
d) Spiral CT angiografia er kjörrannsókn hjá nýrnabiluðum sjúklingum með blóðtappa í lungum - rétt rangt
e) B 12 skortur getur haft áhrif á miðtaugakerfið - rétt rangt

A

a) Beinmergsflutningur er fyrsta meðferð flestra sjúklinga með CML - rangt
(lyfjameðferð fyrsta meðferð)

b) A-vítamín afleiða er notuð til meðhöndlunar undirgerðar AML - rangt

c) Hodgkin´s sjúkdómur greinist aðallega eftir 60 ára aldur - rangt
(sjúkdómur unga fólksins)

d) Spiral CT angiografia er kjörrannsókn hjá nýrnabiluðum sjúklingum með blóðtappa í lungum - rangt
(er kjörrannsókn, en ekki hjá nýrnabiluðum)

e) B 12 skortur getur haft áhrif á miðtaugakerfið - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Rannsóknaaðferðir lungnasjúkdóma

a) Berkjuspeglun er notuð við greiningu langvinnrar lungnateppu - rétt rangt
b) Berkjuspeglun getur hjálpað við greiningu sýkinga - rétt rangt
c) Spirometria er alltaf óeðlileg í astma - rétt rangt
d) Hráki hjálpar við greiningu lungnareks (pulmonary embolism) - rétt rangt
e) Fleiðrusýni (pleura biopsy) getur greint krabbamein - rétt rangt

A

a) Berkjuspeglun er notuð við greiningu langvinnrar lungnateppu - rangt (blásturspróf)

b) Berkjuspeglun getur hjálpað við greiningu sýkinga - rétt (hjálpar við sjúkdómsgreiningu)

c) Spirometria er alltaf óeðlileg í astma - rangt
(spirometria (blásturspróf) er notað)

d) Hráki hjálpar við greiningu lungnareks (pulmonary embolism) - rangt
(V/Q skanni er notaður)

e) Fleiðrusýni (pleura biopsy) getur greint krabbamein - rangt
(notað til að greina sýkingu í lungavef)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Um langvinna lungnateppu (COPD)

a) Blásturspróf (spirometria) eru hjálpleg við greiningu - rétt rangt
b) Getur valdið hósta og uppgangi - rétt rangt
c) Eru að aukast á Íslandi - rétt rangt
d) Andkólínvirk lyf eru berkjuvíkkandi - rétt rangt
e) Reykbindindi er besta meðferðin - rétt rangt

A

a) Blásturspróf (spirometria) eru hjálpleg við greiningu - rétt

b) Getur valdið hósta og uppgangi - rétt

c) Eru að aukast á Íslandi - rétt

d) Andkólínvirk lyf eru berkjuvíkkandi - rétt

e) Reykbindindi er besta meðferðin - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Um astma

a) Er bæði í börnum og fullorðnum - rétt rangt
b) Einkennist af teppu í loftvegum sem leiðir til mæði - rétt rangt
c) Innúðasterar eru mikilvægir í meðferð - rétt rangt
d) Tengist ekki ofnæmi - rétt rangt
e) Einkennist af bólgu í loftvegum - rétt rangt

A

a) Er bæði í börnum og fullorðnum - rétt

b) Einkennist af teppu í loftvegum sem leiðir til mæði - rétt

c) Innúðasterar eru mikilvægir í meðferð - rétt

d) Tengist ekki ofnæmi - rangt
(það er til astma-tengt ofnæmi)

e) Einkennist af bólgu í loftvegum - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Um lungnarek (lungnaemboliur)
a) Kemur oftast frá ganglimum - rétt rangt
b) Er greint með tölvusneiðmynd af lungum - rétt rangt
c) Er meðhöndlað með berkjuvíkkandi lyfjum - rétt rangt
d) Lungnarek einkennist alltaf af mæði - rétt rangt
e) Getur verið lífshættulegt - rétt rangt

A

a) Kemur oftast frá ganglimum - rétt

b) Er greint með tölvusneiðmynd af lungum - rétt

c) Er meðhöndlað með berkjuvíkkandi lyfjum - rangt
(meðhöndlað með blóðþynnandi)

d) Lungnarek einkennist alltaf af mæði - rétt

e) Getur verið lífshættulegt - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Um interstitial (millivefs) lungnasjúkdóma

a) Eru sjaldgæfir - rétt rangt
b) Geta verið af óþekktri orsök - rétt rangt
c) Sarcoidosis er dæmi um slíkan sjúkdóm - rétt rangt
d) Sterameðferð er oft reynd - rétt rangt
e) Valda teppu á lungnaprófum - rétt rangt

A

a) Eru sjaldgæfir - rétt

b) Geta verið af óþekktri orsök - rétt

c) Sarcoidosis er dæmi um slíkan sjúkdóm - rétt

d) Sterameðferð er oft reynd - rétt

e) Valda teppu á lungnaprófum - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Efirfarandi á við um hjartaöng (stable angina pectoris):

a) Stafar oftast af þrengslum í kransæðum - rétt rangt
b) Ójafnvægi er á milli framboðs og eftirspurnar á súrefni til hjartavöðvans - rétt rangt
c) Einkennist af brjóstverk við áreynslu sem oftast líður hjá í hvíld - rétt rangt
d) Beta blokkar eru oft notaðir til að draga úr sjúkdómseinkennum - rétt rangt
e) Nítröt eru oft notuð til að draga úr einkennum - rétt rangt

A

a) Stafar oftast af þrengslum í kransæðum - rétt

b) Ójafnvægi er á milli framboðs og eftirspurnar á súrefni til hjartavöðvans - rétt

c) Einkennist af brjóstverk við áreynslu sem oftast líður hjá í hvíld - rétt

d) Beta blokkar eru oft notaðir til að draga úr sjúkdómseinkennum - rétt

e) Nítröt eru oft notuð til að draga úr einkennum - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Eftirfarandi á við um bráða kransæðastíflu (STEMI)

a) Stafar oftast af bráðri lokun á kransæð vegna segamyndunar - rétt rangt
b) ST-hækkanir koma fram í hjartalínuriti - rétt rangt
c) Aðaleinkenni er brjóstverkur sem sjaldan varir lengur en 30 mínútur - rétt rangt
d) Hjartsláttartruflanir eru algengar í bráðafasa sjúkdómsins - rétt rangt
e) Segaleysandi lyf koma að litlu gagni í bráðafasa sjúkdómsins - rétt rangt

A

a) Stafar oftast af bráðri lokun á kransæð vegna segamyndunar - rétt

b) ST-hækkanir koma fram í hjartalínuriti - rétt

c) Aðaleinkenni er brjóstverkur sem sjaldan varir lengur en 30 mínútur - rangt (er stanslaus)

d) Hjartsláttartruflanir eru algengar í bráðafasa sjúkdómsins - rétt

e) Segaleysandi lyf koma að litlu gagni í bráðafasa sjúkdómsins - rangt (gera mikið gagn)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Eftirfarandi á við um hjartalokusjúkdóma:

a) Algengasti lokusjúkdómurinn hjá fullorðnum er Ósæðarlokuleki - rétt rangt
b) Aðalsjúkdómseinkenni við aorta stenosu (ósæðarlokuþrengsl) eru hjartsláttartruflanir, lystarleysi og megrun - rétt rangt
c) Hjartavöðvaþykknun (hypertrophy) fylgir oft í kjölfar ósæðarlokuþrengsla - rétt rangt
d) Lokuskiptaaðgerð með ísetningu á gerviloku er oft beitt við alvarleg ósæðarlokuþrengsl - rétt rangt
e) Mitralstenosa er hratt vaxandi vandamál á Íslandi - rétt rangt

A

a) Algengasti lokusjúkdómurinn hjá fullorðnum er Ósæðarlokuleki - rangt (ósæðarlokuþrenging)

b) Aðalsjúkdómseinkenni við aorta stenosu (ósæðarlokuþrengsl) eru hjartsláttartruflanir, lystarleysi og megrun - rangt
(það er mæði, brjóstverkur og yfirlið)

c) Hjartavöðvaþykknun (hypertrophy) fylgir oft í kjölfar ósæðarlokuþrengsla - rétt

d) Lokuskiptaaðgerð með ísetningu á gerviloku er oft beitt við alvarleg ósæðarlokuþrengsl - rétt

e) Mitralstenosa er hratt vaxandi vandamál á Íslandi - rangt (sjaldgæft hér á landi)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Efirfarandi á við um langvinna hjartabilun:

a) Háþrýstingur er algengasta undirliggjandi orsök langvinnrar hjartabilunar - rétt rangt
b) Aðaleinkenni langvinnrar hjartabilunar eru mæði, þreyta og bjúgur - rétt rangt
c) Við systolsíka hjartabilun er samdráttargeta vinstri slegils skert - rétt rangt
d) Skyndidauði vegna hjartsláttartruflana er algeng dánarorsök meðal sjúklinga með hjartabilun - rétt rangt
e) Aukin virkni renin-angiotensin krefisins er sjaldgæf við langvinna hjartabilun - rétt rangt

A

a) Háþrýstingur er algengasta undirliggjandi orsök langvinnrar hjartabilunar - rétt

b) Aðaleinkenni langvinnrar hjartabilunar eru mæði, þreyta og bjúgur - rétt

c) Við systolsíka hjartabilun er samdráttargeta vinstri slegils skert - rangt (við díastólíska hjartabilun)

d) Skyndidauði vegna hjartsláttartruflana er algeng dánarorsök meðal sjúklinga með hjartabilun - rétt

e) Aukin virkni renin-angiotensin krefisins er sjaldgæf við langvinna hjartabilun - rangt (er algeng)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Eftirfarandi á við um lyfjameðferð langvinnrar hjartabilunar:

a) Þvagræsilyfjagjöf bætir líðan flestra sjúklinga - rétt rangt
b) ACE blokkar bæta horfur - rétt rangt
c) Beta blokkar bæta horfur - rétt rangt
d) Lyf sem örva samdráttargetu hjartavöðvans (inotrop lyf) bæta horfur - rétt rangt
e) Digoxin er gagnlegt lyf hjá sjúklingum með hjartabilun og hraða atrial fibrillation - rétt rangt

A

a) Þvagræsilyfjagjöf bætir líðan flestra sjúklinga - rétt

b) ACE blokkar bæta horfur - rétt

c) Beta blokkar bæta horfur - rétt

d) Lyf sem örva samdráttargetu hjartavöðvans (inotrop lyf) bæta horfur - rétt

e) Digoxin er gagnlegt lyf hjá sjúklingum með hjartabilun og hraða atrial fibrillation - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Eftirfarandi á við um háþrýsting:

a) Aukin hætta er á heilablóðfalli (stroke) - rétt rangt
b) Aukin hætta er á kransæðastíflu - rétt rangt
c) Með ítarlegum rannsóknum er oftast unnt að finna undirliggjandi orsök - rétt rangt
d) Lyfjameðferð með beta blokkum, tíazíðum, ACE hemlum og calcium blokkum dregur úr tíðni fylgikvilla - rétt rangt
e) Minnkuð saltneysla og aukin hreyfing er gagnleg til lækkunar á blóðþrýstingi - rétt rangt

A

a) Aukin hætta er á heilablóðfalli (stroke) - rétt

b) Aukin hætta er á kransæðastíflu - rétt

c) Með ítarlegum rannsóknum er oftast unnt að finna undirliggjandi orsök - rangt
(undirliggjandi orsök finnst yfirleitt ekki)

d) Lyfjameðferð með beta blokkum, tíazíðum, ACE hemlum og calcium blokkum dregur úr tíðni fylgikvilla - rétt

e) Minnkuð saltneysla og aukin hreyfing er gagnleg til lækkunar á blóðþrýstingi - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Eftirfarandi á við um MS sjúkdóm (heila og mænusigg):

a) Sjúkdómurinn er algengari meðal karla - rétt rangt
b) Fyrstu einkenni byrja oftast á aldrinum 20-30 ára - rétt rangt
c) Bólgusvæði í heila sjást á segulómun - rétt rangt
d) Lömun er algengasta fyrsta einkennið (náladofi og fl.) - rétt rangt
e) Staðbundin afmýling (demyelinisation) kemur fram - rétt rangt

A

a) Sjúkdómurinn er algengari meðal karla - rangt
(gellan í dead to me)

b) Fyrstu einkenni byrja oftast á aldrinum 20-30 ára - rétt

c) Bólgusvæði í heila sjást á segulómun - rétt

d) Lömun er algengasta fyrsta einkennið (náladofi og fl.) - rangt
(skyntruflun í útlimum, sjónskerðing, gangtruflun ofl)

e) Staðbundin afmýling (demyelinisation) kemur fram - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Eftirfarandi á við um Parkinsonveiki:

a) Algengi sjúkdómsins vex með hækkandi aldri - rétt rangt
b) Sjúkdómurinn er heldur algengari meðal kvenna - rétt rangt
c) Byrjunareinkenni eru yfirleitt í annarri líkamshlið - rétt rangt
d) Sjúkdómurinn veldur sjaldan verulegri fötlun - rétt rangt
e) Ofskynjanir og vitglöp geta komið fram á seinni stigum - rétt rangt

A

a) Algengi sjúkdómsins vex með hækkandi aldri - rétt

b) Sjúkdómurinn er heldur algengari meðal kvenna rangt

c) Byrjunareinkenni eru yfirleitt í annarri líkamshlið - rétt

d) Sjúkdómurinn veldur sjaldan verulegri fötlun - rangt
(veldur verulegri fötlun)

e) Ofskynjanir og vitglöp geta komið fram á seinni stigum - rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Eftirfarandi á við um MND sjúkdóm
(hreyfitaugungahrörnun):

a) Sjúkdómurinn er ólæknandi - rétt rangt
b) Sjúkdómurinn veldur hrörnun í framhornsfrumum mænu - rétt rangt
c) Flestir greinast fyrir fimmtugt - rétt rangt
d) Dofi í útlimum er algengt fyrsta einkenni - rétt rangt
e) Vöðvakipringur (fasciculationir) er einkenni - rétt rangt

A

a) Sjúkdómurinn er ólæknandi - rétt

b) Sjúkdómurinn veldur hrörnun í framhornsfrumum mænu - rétt

c) Flestir greinast fyrir fimmtugt - rangt
(meðalaldur greiningar 50-60 ára)

d) Dofi í útlimum er algengt fyrsta einkenni - rangt
(máttminnkun í 1 útlim sem dreifir úr sér)

e) Vöðvakipringur (fasciculationir) er einkenni - rétt

22
Q

Eftirfarandi á við um flogaveiki:

a) Hún er einkenni en ekki einn sjúkdómur - rétt rangt
b) Viðvörun (aura) fylgir altækum flogum (idiopathic generalized epilepsy) - rétt rangt
c) Meðvitund er óskert í einföldum staðbundnum flogum (simple partial seizures) - rétt rangt
d) Afleidd altæk flog (secondary generalized seizures) geta verið klínískt eins og altæk flog að uppruna - rétt rangt
e) Ráðvilluflog geta lýst sér með undarlegri hegðun - rétt rangt

A

a) Hún er einkenni en ekki einn sjúkdómur - rangt
(er sjúkdómur)

b) Viðvörun (aura) fylgir altækum flogum (idiopathic generalized epilepsy) - rétt

c) Meðvitund er óskert í einföldum staðbundnum flogum (simple partial seizures) - rangt
(meðvitund er skert)

d) Afleidd altæk flog (secondary generalized seizures) geta verið klínískt eins og altæk flog að uppruna - rangt
(nei, eru ekki eins)

e) Ráðvilluflog geta lýst sér með undarlegri hegðun -rétt

23
Q

Eftirfarandi á við um heilablóðfall:

a) Heilablæðingar eru algengastar - rétt rangt
b) Heiladrep er oftast á svæði miðæðar (cerebri media) - rétt rangt
c) Staðsetning ákvarðar hvaða taugabrottfallseinkenni koma fram - rétt rangt
d) Háþrýstingur er undirliggjandi áhættuþáttur - rétt rangt
e) Gáttatif á hjarta getur leitt til heilablóðfalls - rétt rangt

A

a) Heilablæðingar eru algengastar - rangt
(heiladrep er algengast 90%)

b) Heiladrep er oftast á svæði miðæðar (cerebri media) - rangt

c) Staðsetning ákvarðar hvaða taugabrottfallseinkenni koma fram - rétt

d) Háþrýstingur er undirliggjandi áhættuþáttur - rétt

e) Gáttatif á hjarta getur leitt til heilablóðfalls - rétt

24
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt/röng?

a) Aðaleinkenni vélindabakflæðis eru brjóstverkir og verkir við kyngingu - rétt rangt
b) Vélindabakflæði orsakast af súru magainnihaldi sem gúlpast upp í vélindað - rétt rangt
c) Þrengsli í vélinda er einn af fylgikvillum vélindabakflæðis - rétt rangt
d) Prótónpumpublokkarar (s.s.omeprazole) er besta
lyfjameðferðin í vélindabakflæði - rétt rangt
e) Magaspeglun er besta greiningaraðferðin til að greina
ætisár í maga og skeifugörn - rétt rangt

A

a) Aðaleinkenni vélindabakflæðis eru brjóstverkir og verkir við kyngingu - rangt
(brjóstsviði, nábítur, brjóstverkur, hæsi, hósti)

b) Vélindabakflæði orsakast af súru magainnihaldi sem gúlpast upp í vélindað - rétt

c) Þrengsli í vélinda er einn af fylgikvillum vélindabakflæðis - rétt

d) Prótónpumpublokkarar (s.s.omeprazole) er besta
lyfjameðferðin í vélindabakflæði - rétt

e) Magaspeglun er besta greiningaraðferðin til að greina ætisár í maga og skeifugörn - rétt

25
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt/röng?

a) Streita og álag er algengasta orsök ætisára í maga og skeifugörn - rétt rangt
b) Hægt er að uppræta Helicobacter pylori sýkingu með sýruhemjandi lyfjameðferð - rétt rangt
c) Helicobacter pylori meðferð minnkar líkurnar á því að ætisár komi aftur - rétt rangt
d) Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) geta valdið rof (perforation) á maga og skeifugörn - rétt rangt
e) Rétt er að meðhöndla alla sem greinast með Helicobacter pylori sýkingu - rétt rangt

A

a) Streita og álag er algengasta orsök ætisára í maga og skeifugörn - rangt
(asperín, NSAID og H.pylor)

b) Hægt er að uppræta Helicobacter pylori sýkingu með sýruhemjandi lyfjameðferð - rangt
(ekki hægt, notuð sýklalyf)

c) Helicobacter pylori meðferð minnkar líkurnar á því að ætisár komi aftur - rétt

d) Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) geta valdið rof (perforation) á maga og skeifugörn - rétt

e) Rétt er að meðhöndla alla sem greinast með Helicobacter pylori sýkingu - rétt

26
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt/röng

a) Tjörusvartar hægðir (melena) benda til blæðingar frá efri hluta meltingarvegar - rétt rangt
b) Ristilpokar (diverticulosis) er aðal orsök alvarlegra blæðinga frá ristli - rétt rangt
c) Gallsteinar eru algengast orsök langvinnrar brisbólgu (chronic pancreatitis) - rétt rangt
d) Bráða brisbólga (acute pancreatitis) má greina með blóðrannsókn (amylasi, blóðprufa og m.m fleira) - rétt rangt
e) Garnaertingarheilkenni (ristilkrampar-irritable bowel syndrome) einkennist af blóðugum niðurgangi - rétt rangt

A

a) Tjörusvartar hægðir (melena) benda til blæðingar frá efri hluta meltingarvegar - rétt

b) Ristilpokar (diverticulosis) er aðal orsök alvarlegra blæðinga frá ristli - rétt

c) Gallsteinar eru algengast orsök langvinnrar brisbólgu (chronic pancreatitis) - rangt
(langvinn áfengisnotkun)

d) Bráða brisbólga (acute pancreatitis) má greina með blóðrannsókn (amylasi, blóðprufa og m.m fleira) - rétt

e) Garnaertingarheilkenni (ristilkrampar-irritable bowel syndrome) einkennist af blóðugum niðurgangi -rangt
(kviðverkir, niðurgangur, hægðatregða ofl)

27
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt/röng?

a) Ákveðnar bakteríusýkingar geta orsakað ristilbólgur (colitis) - rétt rangt
b) Lifrarbólguveirur B og C geta valdið skorpulifur (cirrhosis) - rétt rangt
c) Smit af lifrarbólguveiru C leiðir oftast til langvinnrar lifrarbólgu (chronic hepatitis) - rétt rangt
d) Sterameðferð er oft gagnleg meðferð við svæðisgarnabólgu (Crohn´s disease) - rétt rangt
e) Ristilpokasýking (diverticulitis) er algengasti fylgikvilli ristilpoka (diverticulosis) - rétt rangt

A

a) Ákveðnar bakteríusýkingar geta orsakað ristilbólgur (colitis) - rétt

b) Lifrarbólguveirur B og C geta valdið skorpulifur (cirrhosis) - rangt (bara C)

c) Smit af lifrarbólguveiru C leiðir oftast til langvinnrar lifrarbólgu (chronic hepatitis) - rangt
(B og C leiðir til langvinnrar)

d) Sterameðferð er oft gagnleg meðferð við svæðisgarnabólgu (Crohn´s disease) - rétt

e) Ristilpokasýking (diverticulitis) er algengasti fylgikvilli ristilpoka (diverticulosis) - rangt
(graftarsýking er algengasti fylgikvilli)

28
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt/röng ?

a) Ristilpokar (diverticulosis) eru oftast einkennalausir - rétt rangt
b) Blóðugur niðurgangur er eitt aðaleinkenna ristilsbólgu (colitis) - rétt rangt
c) Sáraristilbólga (ulcerative colitis) leggst ekki á smáþarma - rétt rangt
d) Sára-og svæðisristilsbólgur (ulcerative colitis og Crohn´s disease) er best að greina með sérhæfðum blóðprófum - rétt rangt
e) Garnaertingarheilkenni (ristilkrampar-irritable bowel syndrome) er algengast hjá eldri konum - rétt rangt

A

a) Ristilpokar (diverticulosis) eru oftast einkennalausir - rétt

b) Blóðugur niðurgangur er eitt aðaleinkenna ristilsbólgu (colitis) - rétt

c) Sáraristilbólga (ulcerative colitis) leggst ekki á smáþarma - rétt

d) Sára-og svæðisristilsbólgur (ulcerative colitis og Crohn´s disease) er best að greina með sérhæfðum blóðprófum - rangt (saursýni)

e) Garnaertingarheilkenni (ristilkrampar-irritable bowel syndrome) er algengast hjá eldri konum - rangt
(yngri konum)

29
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt/röng?

a) Bóluefni gegn lifrarbólguveiru C veitir langtíma vörn gegn smiti - rétt rangt
b) Æðagúlar (varices) í vélinda eru fylgikvillar skorpulifurs (cirrhosis) - rétt rangt
c) Áfengismisnotkun er algengasta orsök skorpulifrar hérlendis - rétt rangt
d) Sprautunotkun fíkla er algangasta smitleið lifrarbólguveiru C hérlendis - rétt rangt
e) Lyf geta valdið gulu (jaundice) - rétt rangt

A

a) Bóluefni gegn lifrarbólguveiru C veitir langtíma vörn gegn smiti - rangt
(þarf að fara aftur í bólusetningu)

b) Æðagúlar (varices) í vélinda eru fylgikvillar skorpulifurs (cirrhosis) - rétt

c) Áfengismisnotkun er algengasta orsök skorpulifrar hérlendis - rétt

d) Sprautunotkun fíkla er algangasta smitleið lifrarbólguveiru C hérlendis - rétt

e) Lyf geta valdið gulu (jaundice) - rétt

30
Q

Sýking af völdum HIV

a) Algengasta smitleið HIV er við sprautunálanotkun - rétt rangt
b) Líkur á smiti frá móður til fósturs án meðferðar eru 80-90% - rétt rangt
c) Minnihluti einstaklinga sem smitast á Íslandi eru gagnkynhneigðir - rétt rangt
d) Langtímaaukaverkanir HIV lyfja eru m. a. hækkun blóðfitu og sykursýki - rétt rangt
e) Greining byggist á ræktun veiru úr blóði - rétt rangt

A

a) Algengasta smitleið HIV er við sprautunálanotkun - rangt
(kynlíf)

b) Líkur á smiti frá móður til fósturs án meðferðar eru 80-90% - rangt (25%)

c) Minnihluti einstaklinga sem smitast á Íslandi eru gagnkynhneigðir - rétt

d) Langtímaaukaverkanir HIV lyfja eru m. a. hækkun blóðfitu og sykursýki - rétt

e) Greining byggist á ræktun veiru úr blóði - rétt

31
Q

Sýking af völdum HIV

a) HIV er upprunalega talin vera komin frá öpum - rétt rangt
b) Í bráðri frumsýkingu dreifist veiran til innri líffæra - rétt rangt
c) Einkenni fylgisýkinga HIV eru sjaldgæfari nú en áður - rétt rangt
d) Upphaf meðferðar ræðst af hjálparfrumutalningu og veirumagni - rétt rangt
e) Lyf gegn HIV verka fyrst og fremst á eitt skotmark - rétt rangt

A

a) HIV er upprunalega talin vera komin frá öpum - rétt

b) Í bráðri frumsýkingu dreifist veiran til innri líffæra - rétt

c) Einkenni fylgisýkinga HIV eru sjaldgæfari nú en áður - rétt

d) Upphaf meðferðar ræðst af hjálparfrumutalningu og veirumagni - rétt

e) Lyf gegn HIV verka fyrst og fremst á eitt skotmark - rangt
(ekki bara eitt skotmark)

32
Q

Hálsbólga

a) Algengasta orsökin er streptococcus pyogenes - rétt rangt
b) Kjörmeðferð við streptococca hálsbólgu er penicillin - rétt rangt
c) Útbrot geta sést í streptococca hálsbólgu - rétt rangt
d) Herpes simplex veira er ein orsök hálsbólgu - rétt rangt
e) Augnslímhúðarbólga með hálsbólgu bendir til RS veirusýkingar - rétt rangt

A

a) Algengasta orsökin er streptococcus pyogenes - rétt

b) Kjörmeðferð við streptococca hálsbólgu er penicillin - rétt

c) Útbrot geta sést í streptococca hálsbólgu - rangt
(koma engin útbrot)

d) Herpes simplex veira er ein orsök hálsbólgu - rétt

e) Augnslímhúðarbólga með hálsbólgu bendir til RS veirusýkingar - rétt

33
Q

Niðurgangur

a) Clostridium difficile tengdur niðurgangur er algengari en annar niðurgangur tengdur sýklalyfjum - rétt rangt
b) Clostridium difficile myndar spora - rétt rangt
c) Flest sýklalyf geta valdið clostridium difficile tengdum niðurgangi - rétt rangt
d) Vancomycin er kjörlyf við clostridium difficile - rétt rangt
e) Um helmingur sjúklinga fá clostridium difficile tengdan niðurgang á ný eftir að meðferð lýkur- rétt rangt

A

a) Clostridium difficile tengdur niðurgangur er algengari en annar niðurgangur tengdur sýklalyfjum - rétt

b) Clostridium difficile myndar spora - rétt

c) Flest sýklalyf geta valdið clostridium difficile tengdum niðurgangi - rétt

d) Vancomycin er kjörlyf við clostridium difficile - rétt

e) Um helmingur sjúklinga fá clostridium difficile tengdan niðurgang á ný eftir að meðferð lýkur - rangt (um 10-20% fá C.D tengdan niðurgang)

34
Q

Þvagfærasýkingar

a) Eru algengastar hjá miðaldra körlum - rétt rangt
b) Staphylococcus aureus er algengasta orsökin - rétt rangt
c) Sveppasýkingar í þvagi tengjast helst meðgöngu - rétt rangt
d) Ekki er nauðsynlegt að rækta þvag í einfaldri blöðrubólgu - rétt rangt
e) Áreiðanlegasta merki þvagfærasýkingar eru hvítfrumur í þvagi - rétt rangt

A

a) Eru algengastar hjá miðaldra körlum - rangt
(algengastar hjá konum)

b) Staphylococcus aureus er algengasta orsökin - rangt (E.coli)

c) Sveppasýkingar í þvagi tengjast helst meðgöngu -rangt

d) Ekki er nauðsynlegt að rækta þvag í einfaldri blöðrubólgu - rétt

e) Áreiðanlegasta merki þvagfærasýkingar eru hvítfrumur í þvagi - rangt
(bakteríur í þvagi)

35
Q

Krabbamein

a) Þar sem vel þroskuð krabbamein mynda aldrei meinvörp er skurðaðgerð eina meðferðin gegn þeim - rétt rangt

A

a) Þar sem vel þroskuð krabbamein mynda aldrei meinvörp er skurððaðgerð eina meðferðin gegn þeim - rangt

36
Q

Krabbamein

a) Allir sem greinast með krabbamein hafa megrast - rétt rangt
b) Algengustu krabbameinin eru upprunin frá yfirborðsþekju líkamans - rétt rangt
c) Flöguþekjukrabbamein finnast t.d. í lungum og koki - rétt rangt
d) Krabbamein t.d. í vöðvum, fitu og brjóski eru s.k. sarkmein - rétt rangt
e) Algengustu krabbamein hjá körlum eru blöðruhálskirtilskrabbamein - rétt rangt

A

a) Allir sem greinast með krabbamein hafa megrast - rangt

b) Algengustu krabbameinin eru upprunin frá yfirborðsþekju líkamans - rétt

c) Flöguþekjukrabbamein finnast t.d. í lungum og koki - rétt

d) Krabbamein t.d. í vöðvum, fitu og brjóski eru s.k. sarkmein - rétt

e) Algengustu krabbamein hjá körlum eru blöðruhálskirtilskrabbamein - rétt

37
Q

Krabbamein

a) Þeir sem eru með krabbamein á stigi 1 hafa oftast mjög lélegar horfur - rétt rangt
b) Horfur eða batalíkur fara eftir því m.a. hvort viðkomandi er með meinvörp eða ekki - rétt rangt
c) Meinvörp geta meinvarpast - rétt rangt
d) Þar sem krabbamein eru algengust meðal yngri einstaklinga og þar sem einstaklingum sem eldri eru fer fjölgandi á Íslandi er tíðni krabbameina hér á landi frekar að minnka - rétt rangt
e) Krabbamein í ristli eru algengust krabbameina hjá konum - rétt rangt

A

a) Þeir sem eru með krabbamein á stigi 1 hafa oftast mjög lélegar horfur - rangt

b) Horfur eða batalíkur fara eftir því m.a. hvort viðkomandi er með meinvörp eða ekki - rétt

c) Meinvörp geta meinvarpast - rétt

d) Þar sem krabbamein eru algengust meðal yngri einstaklinga og þar sem einstaklingum sem eldri eru fer fjölgandi á Íslandi er tíðni krabbameina hér á landi frekar að minnka - rangt
(krabbamein ekki algengust meðal yngri og eru ekki að fækka hér á landi)

e) Krabbamein í ristli eru algengust krabbameina hjá konum - rangt (brjóstakrabbamein)

38
Q

Krabbamein

a) Geislameðferð er staðbundin meðferð og þess vegna er þreyta ekki aukaverkun geislmeðferðar - rétt rangt
b) Krabbameinslyfjameðferð læknar aldrei neinn - rétt rangt
c) Bráðar aukaverkanir geislameðferðar eru oftast afturkræfar - rétt rangt
d) Langvarandi aukaverkanir geislameðfeðrar verða vegna bandvefsmyndunar/örvefsmyndunar - rétt rangt
e) Andhormónalyf eru notuð m.a. við brjóstakrabbamein - rétt rangt

A

a) Geislameðferð er staðbundin meðferð og þess vegna er þreyta ekki aukaverkun geislmeðferðar - rangt

b) Krabbameinslyfjameðferð læknar aldrei neinn - rangt

c) Bráðar aukaverkanir geislameðferðar eru oftast afturkræfar - rétt

d) Langvarandi aukaverkanir geislameðfeðrar verða vegna bandvefsmyndunar/örvefsmyndunar - rangt
(vefir skemmast)

e) Andhormónalyf eru notuð m.a. við brjóstakrabbamein - rétt

39
Q

Um brjóstakrabbamein gildir eftirfarandi:

a) 1% þeirra sem greinast eru konur - rétt rangt
b) Þar sem auðvelt er að geisla á brjóstvef er skurðaðgerð ekki hluti af meðferð þeirra - rétt rangt
c) Til að greina þau eru tekin m.a. frumu eða vefjasýni úr þeim - rétt rangt
d) Brjóstakrabbamein eru oftast kirtilfrumukrabbamein - rétt rangt
e) Þar sem kirtilfrumukrabbamein eru miðlungi hratt vaxandi er lyfjum aldrei beitt við meðferð þeirra - rétt rangt

A

a) 1% þeirra sem greinast eru konur - rangt
(mun hærri %)

b) Þar sem auðvelt er að geisla á brjóstvef er skurðaðgerð ekki hluti af meðferð þeirra - rangt

c) Til að greina þau eru tekin m.a. frumu eða vefjasýni úr þeim - rangt
(skimun er algengust)

d) Brjóstakrabbamein eru oftast kirtilfrumukrabbamein - rétt

e) Þar sem kirtilfrumukrabbamein eru miðlungi hratt vaxandi er lyfjum aldrei beitt við meðferð þeirra - rangt

40
Q

Eftirfrarandi fullyrðingar eiga við um heilkenni Sjögrens:

a) Þrjú aðaleinkenni sjúkdómsins eru: þreyta, svefntruflanir og
liðbólgur - rétt rangt
b) Allt að 6% fullorðinna kvenna á Íslandi eru með öll þrjú aðaleinkenni sjúkdómsins - rétt rangt
c) Algengi heilkennis Sjögrens er a.m.k. 0,3% hér á landi - rétt rangt
d) Ótímabærar tannskemmdir eru algengar meðal sjögrenssjúklinga - rétt rangt
e) Konur á barneignaraldri með heilkenni Sjögrens án mótefnanna SSA og SSB, eiga á hættu að fæða börn með hjartsláttatruflun (AV-blokk) - rétt rangt

A

a) Þrjú aðaleinkenni sjúkdómsins eru: þreyta, svefntruflanir og liðbólgur - rangt
(augnþurrkur ofl)

b) Allt að 6% fullorðinna kvenna á Íslandi eru með öll þrjú aðaleinkenni sjúkdómsins - rangt
(3%)

c) Algengi heilkennis Sjögrens er a.m.k. 0,3% hér á landi - rétt

d) Ótímabærar tannskemmdir eru algengar meðal sjögrenssjúklinga - rétt

e) Konur á barneignaraldri með heilkenni Sjögrens án mótefnanna SSA og SSB, eiga á hættu að fæða börn með hjartsláttatruflun (AV-blokk) - rétt

41
Q

Svarið eftirfarandi fyllyrðingum með tilliti til fjölvöðvagigtar (polymyalgia rheumatica) og/eða risafrumuæðabólgu (temporal arteritis), allt eftir því sem við á:

a) Fjölvöðvagigt veldur hækkun á sökki og CRP - rétt rangt
b) Fjölvöðvagigt fer aldrei saman með risafrumuæðabólgu - rétt rangt
c) Risafrumuæðabólga getur valdið blindu - rétt rangt
d) Megrun, hitavella og depurð er oft undanfari fjölvöðvagigtar - rétt rangt
e) Sjúklingar með nýgreinda fjölvöðvabólgu eru oftast á aldrinum
40-50 ára - rétt rangt

A

a) Fjölvöðvagigt veldur hækkun á sökki og CRP - rétt

b) Fjölvöðvagigt fer aldrei saman með risafrumuæðabólgu - rangt
(haldast í hendur)

c) Risafrumuæðabólga getur valdið blindu - rétt

d) Megrun, hitavella og depurð er oft undanfari fjölvöðvagigtar - rétt

e) Sjúklingar með nýgreinda fjölvöðvabólgu eru oftast á aldrinum 40-50 ára - rangt (>65 ára)

42
Q

Hverjar af þessum fullyrðingum samræmast slitgigt:

a) Blóðprufur eru oftast eðlilegar þ.á.m. gigtarpróf - rétt rangt
b) Mjaðmir og hné eru einna algengustu liðirnir - rétt rangt
c) “Lækkað liðbil” á röntgen er mikilvægt við greiningu - rétt rangt
d) Einkenni versna við áreynslu og veðurbreytingar - rétt rangt
e) Ökklaliðsslit einkennir slitgigt hjá einstaklinga með offitu - rétt rangt

A

a) Blóðprufur eru oftast eðlilegar þ.á.m. gigtarpróf - rangt
(ekki mælanlegt í blóði, bara rtg)

b) Mjaðmir og hné eru einna algengustu liðirnir - rétt

c) “Lækkað liðbil” á röntgen er mikilvægt við greiningu - rangt
(í iktsýki)

d) Einkenni versna við áreynslu og veðurbreytingar - rétt

e) Ökklaliðsslit einkennir slitgigt hjá einstaklinga með offitu - rétt

43
Q

Hverjir af þessum fylgikvillum geta fylgt iktsýki (rheumatoid arthritis):

a) Hnútar á olnbogum - rétt rangt
b) Niðurgangur - rétt rangt
c) Mjóbaksverkir - rétt rangt
d) Brjósthimnubólga - rétt rangt
e) Augnþurrkur - rétt rangt

A

a) Hnútar á olnbogum - rétt

b) Niðurgangur - rangt

c) Mjóbaksverkir - rangt

d) Brjósthimnubólga - rétt

e) Augnþurrkur - rétt

44
Q

Hverjar af þessum fullyrðingum samræmast iktsýki (rheumatoid arthritis):

a) Tíu sinni fleiri konur fá iktsýki en karlar - rétt rangt
b) Reykingamönnum farnast verr með iktsýki - rétt rangt
c) Bíólógísk lyf (Enbrell og Remicade) flokkast til nátturulyfja - rétt rangt
d) 1/3 sjúklinga með iktsýki hefur þurft að minnka við sig vinnu aðeins þremur árum eftir sjúkdómsgreiningu - rétt rangt
e) Iktsýki leggst fyrst og fremst á fjarkjúkuliði fingra (PIP-liði) - rétt rangt

A

a) Tíu sinni fleiri konur fá iktsýki en karlar - rangt
(2,5/1)

b) Reykingamönnum farnast verr með iktsýki - rétt

c) Bíólógísk lyf (Enbrell og Remicade) flokkast til nátturulyfja - rangt
(eru lyfseðilskyld lyf)

d) 1/3 sjúklinga með iktsýki hefur þurft að minnka við sig vinnu aðeins þremur árum eftir sjúkdómsgreiningu - rétt

e) Iktsýki leggst fyrst og fremst á fjarkjúkuliði fingra (PIP-liði) - rétt

45
Q

69 ára karlmaður, áður hraustur, kemur á bráðamóttöku með óljósa kviðverki um nokkurt skeið. Hann hefur ekki nærst vel og seinustu viku borið á ógleði. Hann tekur lýsi daglega, en hefur ekki notað nein önnur lyf. Við skoðun er hann í grannholda, hæð 175cm og þyngd 60kg. Lífsmörk sýna blóðþrýsting 140/85mmHg og púls 80sl/mín, bæði liggjandi og standandi. Blóðrannsóknir sýna hækkun á kreatiníni, 250 mM. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru uppteknir við bráðatilfelli á stofu eitt. Þú brettir upp ermarnar og gerir allt eftirfarandi nema:

a) Gefur vökva (NaCl 0,9%) í æð þar sem hann hefur haft ógleði og hann gæti haft ”pre-renal” nýrnabilun - rétt rangt
b) Sendir þvag í rannsókn til að athuga hvort hann gæti verið með ”renal” nýrnabilun - rétt rangt
c) Þreifar kvið og athuga hvort þvagblaðra sé þanin - rétt rangt
d) Athugar hvort til sé eldra kreatinín - rétt rangt
e) Talar við sjúkling og færð upplýsingar um hvernig þvaglát hafa verið - rétt rangt

A

a) Gefur vökva (NaCl 0,9%) í æð þar sem hann hefur haft ógleði og hann gæti haft ”pre-renal” nýrnabilun - rangt

b) Sendir þvag í rannsókn til að athuga hvort hann gæti verið með ”renal” nýrnabilun - rétt

c) Þreifar kvið og athuga hvort þvagblaðra sé þanin - rétt

d) Athugar hvort til sé eldra kreatinín - rétt

e) Talar við sjúkling og færð upplýsingar um hvernig þvaglát hafa verið - rétt

46
Q

Starfseining nýrna eru:

a) Nýrnaæðar, bæði afferent og efferent, og tubuli nýrna - rétt rangt
b) Gauklar og túbur nýrans - rétt rangt
c) Cortex og medulla nýrna - rétt rangt
d) Nýrnaslagæð, nýrnabláæð og þvagleiðari - rétt rangt
e) Margar tegundir fruma sem hver um sig sjá um ólík hlutverk nýrna - rétt rangt

A

a) Nýrnaæðar, bæði afferent og efferent, og tubuli nýrna - rangt

b) Gauklar og túbur nýrans - rétt

c) Cortex og medulla nýrna - rangt

d) Nýrnaslagæð, nýrnabláæð og þvagleiðari - rangt

e) Margar tegundir fruma sem hver um sig sjá um ólík hlutverk nýrna - rangt

47
Q

Einstaklingar með tubulointerstitial sjúkdóm hafa gjarnan:

a) hvít blóðkorn í þvagi - rétt rangt
b) albúmin í þvagi >3 gr/ sólarhring - rétt rangt
c) afsteypu með rauðum blóðkornum í þvagi - rétt rangt
d) mjög hátt kólesteról - rétt rangt
e) bjúg og háþrýsting - rétt rangt

A

a) hvít blóðkorn í þvagi - rétt

b) albúmin í þvagi >3 gr/ sólarhring - rangt
(nei það er protein í nephrotic)

c) afsteypu með rauðum blóðkornum í þvagi - rangt
(nei hvítkornaafsteypur)

d) mjög hátt kólesteról - rétt

e) bjúg og háþrýsting - rangt

48
Q

Algeng orsök fyrir bráðu pípludrepi (Acute tubular necrosis, ATN) er;

a) stækkun á blöðruhálskirtli hjá körlum - rétt rangt
b) sykursýki - rétt rangt
c) skert blóðflæði til nýrna - rétt rangt
d) háþrýstingur - rétt rangt
e) illkynja sjúkdómar - rétt rangt

A

a) stækkun á blöðruhálskirtli hjá körlum - rangt

b) sykursýki - rangt

c) skert blóðflæði til nýrna - rétt

d) háþrýstingur - rangt (lágþrýstingur)

e) illkynja sjúkdómar - rangt

49
Q

60 ára maður leitar læknis vegna offitu. Hann vegur 120 kg, hæð 175 cm. Hann er með áberandi eplalaga offitu, hátt mittis/mjaðmarhlutfall. Blóðsykur mælist verulega hækkaður (14 mmol/l). Eftirfarandi fullyrðingar eiga við:

a) Er líklega með sykursýki - rétt rangt
b) Aceton (ketónur) í þvagi - rétt rangt
c) Lítil hætta á hjarta- og æðasjúkdómum samfara þessari offitu - rétt rangt
d) Insulinmagn í blóði oft hækkað - rétt rangt
e) Meðferð byggist á insúlíni - rétt rangt

A

a) Er líklega með sykursýki - rétt

b) Aceton (ketónur) í þvagi - rangt

c) Lítil hætta á hjarta- og æðasjúkdómum samfara þessari offitu - rangt

d) Insulinmagn í blóði oft hækkað - rangt (annars væri sykurinn ekki svona hár?)

e) Meðferð byggist á insúlíni - rétt

50
Q

20 ára kona kvartar um þorsta, tíð þvaglát, megrun, slappleika og kláða í kynfærum. Blóðsykur mælist 30 mmol/l. Eftirfarandi fullyrðingar eiga við:

a) Þjáist af sykursýki - rétt rangt
b) Aceton (ketónur) í þvagi - rétt rangt
c) Lítil hætta á sýrueitrun (ketóacidosis) - rétt rangt
d) Lágt Hemoglobin A1C - rétt rangt
e) Meðferðin byggist á mikilli vökvagjöf og insúlíni - rétt rangt

A

a) Þjáist af sykursýki - rétt

b) Aceton (ketónur) í þvagi - rétt

c) Lítil hætta á sýrueitrun (ketóacidosis) - rangt

d) Lágt Hemoglobin A1C - rangt

e) Meðferðin byggist á mikilli vökvagjöf og insúlíni - rétt

51
Q

30 ára kona kvartar um megrun þrátt fyrir aukna matarlyst. Hún hefur verið áberandi heitfeng og haft handartitring og hjartslátt. Eftirfarandi fullyrðingar eiga við:

a) Hátt TSH, hátt f.T4, hátt f.T3 - rétt rangt
b) Lágt TSH, hátt f.T4, hátt f.T3 - rétt rangt
c) Aukin upptaka á geilsajoði í skjaldkirtlinum - rétt rangt
d) Hátt TSH, lágt f.T4, lágt f.T3 (hypopara) - rétt rangt
e) Hæg sinaviðbrögð (hypo) - rétt rangt

A

a) Hátt TSH, hátt f.T4, hátt f.T3 - rangt

b) Lágt TSH, hátt f.T4, hátt f.T3 - rétt

c) Aukin upptaka á geilsajoði í skjaldkirtlinum - rétt

d) Hátt TSH, lágt f.T4, lágt f.T3 (hypopara) - rangt

e) Hæg sinaviðbrögð (hypo) - rangt

52
Q

Við Addison´s sjúkdóm (sykursteraskort) er eftirfarandi einkennandi:

a) Hátt ACTH í blóði - rétt rangt
b) Lágt kortisol í blóði - rétt rangt
c) Orthostatisk hypotension - rétt rangt
d) Slappleiki - rétt rangt
e) Truflun í ónæmiskerfi (autoimmune) er sjaldgæf - rétt rangt

A

a) Hátt ACTH í blóði - rétt

b) Lágt kortisol í blóði - rétt

c) Orthostatisk hypotension - rétt

d) Slappleiki - rétt

e) Truflun í ónæmiskerfi (autoimmune) er sjaldgæf -rangt