Hjartabilun Flashcards
Hvað er hjartabilun?
- Sameiginlegt lokastig margra hjartasjúkdóma sem veldur skertri starfsemi ogoft minnkun á cardiac output.
- Klínískt heilkenni sem einkennist af ákv þáttum
- Ástand þar sem hjartað nær ekki að dæla næginlegu blóði eða hjartað nær ekki að fyllast eðlilega í hvíld
- Truflun á starfsemi hjartans sem veldur því að annaðhvort er minnkuð dæligeta í hjartanu eða hækkaður fylliþrýstingur í hjartanu í hvíld eða álagi.
Hver eru helstu einkenni / teikn hjartabilunar?
- Mæði: bráð eða langvarandi
- þreyta og minnkað þrek
- Fótabjúgur
- Brak við hlustun
- Erfitt að liggja flatur, vakna á nóttunni með mæði
- Lystarleysi
- Aukin vökvasöfnun á útlimum og lungu því fylliþrýstingur í lungum hækkar
- Nýrnabilun fylgir oft og salttruflanir
- Blóðflæði til nýrna getur verið skert
- Hjartsláttartruflanir
Helstu orsakir hjartabilunar?
- Kransæðasjúkdómur (ekki afturkræft ef kominn örvefur)
- Lokudjúkdómar (AS, AR, MR)
- Tachy- eða bradyarrytmia t.d hröð atrial fibrillation
- Háþrýstingur
- Áfengi
- Lyf (t.d krabbameinslyf, NSAID, sum geðlyf og ónæmisbælandi lyf)
- Myocarditis/sýkingar
- Arfgengir hjartabilunarsjúkómar(dilateruð eða hypertrophisk cardiomyopathia)
- Meðfæddir hjartagallar
- Efnaskiptasjúkdómar (skjaldkirtilsvandi, B-vítamín skortur ofl)
- Takotsubo/stress induced cardiomyopathy
- Kæfisvefn
Hvað er akút hjartabilun?
- Skyndileg mæði eða versnun á mæði eða andnauð
- Sjúklingur getur verið agiteraður, kaldur, sveittur, situr uppi
- Oft hár bþ í fyrstu
Hver er meðferð við akút hjartabilun?
Súrefni, sitja uppi, nítröt, morfín ef þarf, þvagræsilyf og stundum CPAP
Hvað er krónísk hjartabilun?
- Langvarandi ástand þó með versun inn á milli sem getur verið skyndileg
- Minnkuð samdráttargeta hjarta veldur þrekleysi, mæði, lágum bþ og oft léleg blóðrás til útlima og megrun .
Hver er meðferð við krónískri hjartabilun?
- Meðferð með þvagræsilyfjum (furix), ACE hemlum, B-blokkum og aldosterone hemlum
- Laga áhættuþætti, minnka salt, þjálfun
Vinstri vs hægri hjartabilun eða biventricular hjartabilun
Vinstri: aukinn þrýstingur í lungum þannig að lungun geta fyllst af vökva –> bjúgur, mæði, brak í lungum og hypoxia, getur sést smá bjúgur
Hægri: bjúgur áberandi, þan á hálsbláæð, getur komið bjúgur og vökvi í kvið
Hvað er systolisk hjartabilun?
Hjartavöðvinn getur ekki dregist saman. Minnkað útfallsbrot
Hvað er Diastolisk hjartabilun?
Getur verið erfiðara að greina, einkennist af mæði. Tengist stífari slegli og hækkuðum fylliþrýstingi og þykknun á vinstri slegli, t.d vegna háþrýstings
NYHA flokkunin - einkenni
Class I No limitation of physical activity
- Venjulegt daglegt álag veldur EKKI einkennum
Class II Slight limitation of physical activity
- Venjulegt daglegt álag veldur einkennum
Class III Marked limitation of physical activity
- Minna en venjulegt daglegt álag veldur einkennum
Class IV Inability to carry out any physical activity without discomfort
- Einkenni í hvíld. Allt álag veldur einkennum
Lyfjameðferð sjúklinga með minnkað útstreymisbrot
ACE hemlar enda á -pril og Beta-blokkerar
Hjartabilun og greinrof (Biventricular gangráður)
- ef við erum með greinrof og hjartabilun þá berast boðin ekki til allra hluta sleglanna jafnt og við fáum ósamhæfðan samdrátt
- Gangráðurinn veitir samhæfðari slátt og betra hjartsláttar mynstur
þvagræsilyf - einkennameðferð
- Oft nauðsynleg til að draga úr blóðfyllueinkennum og bjúgi
- Nota eins lága skammta og unnt er
- Fylgjast vel með vökvajafnvægi, þyngd, nýrnastarsemi og söltum
Önnur lyf sem bæta horfur við hjartabilun
- ACE hemlar (-pril t.d Ramipril) og ARB (-sartan t.d Losartan)
- Aldosterone hemlar (spironolactone og eplerenone)
- Beta-blokkar: t.d Metoprolol, bisoprolol, varcedilol
- SGLT2 hemlar: nýr lyfjaflokkur, upphaflega sykursýkislyf en bætir horfur í hjartabilun verulega