Háþrýstingur Flashcards
Hvað er blóðþrýstingur?
Kraftur blóðs á æðavegg
- Skiptist í systolic þrýsting og diastolic þrýsting
Hvað er systolic þrýstingur (slagbilsþrýstingur)?
Systolic þrýstingur er toppurnn, þegar sleglarnir draga sig saman og pumpa út af krafti
Hvað er diastolic þrýstingur (hlébilsþrýstingur)?
Diastolic þrýstingur er þegar hjartað er í hvíld
Hvað er háþrýstingur?
Ástand sem skapast þegar blóðþrýstingur er að jafnaði of hár. Veldur auknum kröftum á æðavegginn.
Viðmiðunarmörk 140/90.
- Bþ er sveiflukenndur og getur hækkað undir eðlilegum kringumstæðum (reiði, hræðsla, streita, líkamleg áreynsla)
Hvernig getur manchetta gefið falskar niðurstöður?
- Ef of stór manchetta = lækkar bþ
- Ef of lítil manchetta = hækkar bþ
Frekar ætti að mæla bþ sitjandi en liggjandi
Hvers vegna skiptir háþrýstingur máli?
- Háþrýstingur veldur breytingum í slagæðum líkamans sem þykkna og harðna - flýtir fyrir atherosclerosu
- Hætta eykst verulega á hjartaáföllum (kransæðastífla, hjartabilun), heilaáföllum (blóðtappi, blæðing) og nýrnasjúkdómum (nýrnabilun)
Hversu margir fullornir hafa háþrýsting (%)?
Allt að 25% fullorðinna hafa háþrýsting
Undirliggjandi orsök við háþrýsting?
Finnst yfirleitt ekki, talið er að 3-5% hafi greinilega undirliggjandi sjúkdóm t.d nýrnasjúkdóma eða innkirtlasjúkdóm sem veldur háþrýstingnum.
- Lyf geta valdið háþrýsting eins og sterar, þunglyndislyf, íbúfen.
- Erfðir, algengara í þeldökkum
þættir sem gera háþrýsting verri?
- Reykingar
- Offita
- Kyrrseta
- Streita
- Salt / lakkrís
- Ofneysla áfengis
Hvað er til ráða við háþrýsting?
- Mataræði (salt, lakkrís, fita / kólesteról / ofþyngd)
- Hreyfing
- Minnka streitu
Hvernig er háþrýstingur greindur?
- Oft greint fyrir tilviljun
- Blóðþrýstingsmælingar (margar mælingar, heimamælingar, sólarhringsmælingar)
- Leit að undirliggjandi orsök (blóðprufur, þvagprufa, EKG, hjartaómun, ómun af nýrum, hjartaómun, þrekpróf)
- Fara yfir lífstíl
Greining og meðferð háþrýstings
- Ef vægur: byrjar á lífstílsráðgjöf og fáum fólk aftur eftir eh tíma og sjáum hvort það hefur orðið breyting
- Ef svæsinn: þá byrjum við meðferð strax
Hvað gerir lyfjameðferð við háþrýsting?
Lækkar bþ og dregur úr áhættunni sem fylgir því að hafa háþrýsting.
- Minnka líkur á kransæðastíflu, hjartabilun, heilablæðingu/tappa, nýrnasjúkdóm og augnbotnaskemmdum
Hvaða lyf eru notuð við háþrýstingi?
- þvagræsilyf
- Beta blokkar
- ACE hemlar
- Calcium blokkar
- Angiotensin II blokkar (ARB lyf)
- Alfa blokkar
Betra að hafa nokkur lyf og lægri skammta heldur en eitt lyf og háan skammt
Á hvaða lyfjum byrjum við?
Ef fólk er yngra en 55 þá ACE hemla eða angiotensin receptors hemla sem fyrsta lyf.
Ef svartir og eldri en 55 ára þá er betra að byrja á calium blokkerum og þvagræsilyfjum